þriðjudagur, október 31, 2006
Lata stelpan
Einu sinni var lítil löt stelpa sem hét Sigrún. Hún var í mastersnámi í Svíþjóð. Rigningardag einn átti hún að vera að klára að skrifa hundleiðinlega skýrslu um vinnuna við mastersritgerðina sína en hún nennti því alls ekki. Það skrítna var að skýrslan var svo að segja tilbúin, það vantaði bara herslumuninn. Sigrúnu fannst hins vegar miklu skemmtilegra að hanga á netinu og skoða bloggsíður hjá ókunnugum og fara svo í eróbikk en að klára skýrsluna. Svona var hún skrítin og löt stelpa hún Sigrún.
"þí ennd"
mánudagur, október 30, 2006
Hot Svíar
Rosalega hljóta Svíar að vera blóðheitir. Hér sit ég við tölvuna í gallabuxum, bol, sokkum, ULLARSOKKUM, síðri þykkri bómullarpeysu og utan um þetta og mig hef ég svo vafið (mjög svo lítið sexý) FLÍSNÁTTSLOPPNUM mínum og mér er ENNÞÁ kalt! Ég verð fyrst til að viðurkenna að ég er með mestu kuldaskræfum samtímans en þetta bara getur ekki verið eðlilegt. Það hlýtur að vera óvenjulega kalt inn í hýbýlum sænsku þjóðarinnar nú eða þá að Svíar eru óvenjulega blóðheitir. Hiti (sem er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að kalla þetta ástand) er raunar innifalinn í leigunni minni. Það kannski skýrir málið, ef ég borgaði hann x-tra þá gæti ég kannski actually haft áhrif á stillingu ofnanna en eins og staðan er í dag get ég snúið og vesenast allt hvað ég vil en 'hitinn' á ofnunum er alltaf sá sami. Eina herbergið í íbúðinni sem er sæmilega hlýtt er baðherbergið. Það er í sjálfu sér gott mál, það frýs þá ekki í manni móðurlífið þegar maður pissar. En er það nú ekki fulllangt gengið að maður þurfi að fara að sitja á klósettinu með fartölvuna til að eiga von til þess að klára þessa ritgerð áður en fingurna kelur af manni?!
fimmtudagur, október 26, 2006
Eróbikk
Á miðvikudögum fer ég yfirleitt í pallatíma hjá henni Lottu Otterhag Gustavsson (já já það er mikilvægt að þetta komi fram). Pallatíminn byrjar kl. 15:10 og er í 55 mín. Nema hvað í gær þá fékk ég fregnir af því að hún Lotta O. væri lögst í flensu. Ég ákvað því að fara í tímann á eftir sem kenndur er af annarri Lottu (Lotta er mjög heitt nafn meðal Svía) og er amk jafn skemmtilegur. NEMA HVAÐ Lotta II var líka veik og í afleysingakennarinn var einhver Ida sem var að missa sig í gleðinni yfir þessu öllu saman. Hjálp! Ég sver það manneskjan var eins og Íþróttaálfurinn á amfetamínspítti. Ég hafði nú samt tímann af og skrönglaðist heim til mín þar sem ég eldaði kvöldverð fyrir 5 fullorðna og 3 börn - nammi namm sjúklega góðan lúðurétt eftir uppskriftinni hennar Katrínar. Í honum voru samt auðvitað salthnetur, rjómaostur og önnur óhollusta sem sannar hið fornkveðna "allt sem er gott er bannað...... nema eitt" :) :) :)
ciao darlings!
miðvikudagur, október 25, 2006
Numero 76
Árlega gefur Newsweek Magazine út lista yfir það sem þeir telja topp 100 'global universities'. Í ár er Lundarháskóli í 76 sæti. Í fyrra var hann í 99 sæti á sama lista.
Í fyrra þegar listinn var gefinn út var ég ekki í skólanum en núna þegar ég er orðin nemandi hér stekkur hann upp um heil 23 sæti.
Tilviljun? I think not!
p.s. svo er ég líka fædd '76 - is this spooky or what?
:) MúHA :) HA :) HA :) HA :) HA :) HA :) HA :)
For the complete list see http://www.msnbc.msn.com/id/14321230/site/newsweek/
þriðjudagur, október 24, 2006
Öxin fallin
Hitti leiðbeinandann minn hana Kristinu í morgun og hún hafði (eins og von var) ýmsar athugasemdir fram að færa. En þetta var nú ekkert stórvægilegt og hún sagðist sjá greinilega að ég vissi alveg hvað ég væri að gera og ætlaði mér að gera. Svo mér er stórlega létt. Ég þarf þó aðeins að gera breytingar á textanum sem ég sendi henni. Annað hefði nú líka verið of gott til að vera satt. En sumsé hún var nokkuð ánægð og þar með er ég nokkuð ánægð með sjálfa mig. Í dag líður mér sumsé eins og restin verði bara kökubiti.
Sjáum til hvað ég segi á morgun :)
mánudagur, október 23, 2006
Fréttir
Í fyrsta sinn síðan ég flutti til Svíþjóðar var frétt um Ísland í kvöldfréttunum hérna (já eða bara í einhverjum fréttum). Fyrsta frétt hvorki meira né minna. Málið snérist um hinar nýuppteknu hvalveiðar Íslendinga. Sýnt var brot úr viðtali við sjávarútvegsráðherra Íslands og umhverfisráðherra Svía og veiðarnar harðlega fordæmdar. Burtséð frá sjálfsákvörðunarrétti þjóða og kaldhæðninni í að Bretar og Bandaríkjamenn þykist þess umkomnir að fordæma hvaladráp þá sé ég bara ekki tilganginn í þessu. Þetta er hardly að fara að skipta sköpum fyrir þjóðartekjur þannig að af hverju ekki bara að sleppa þjóðarrembunni og sleppa þessu. Eru ekki hagsmunir til dæmis ferðaþjónustunnar meiri?
Hvað um það - í dag er mánudagur og ég hef held ég bara aldrei verið jafn fegin. Voðalega er ég að verða ógurleg rútínukelling. Þetta er aldurinn, that's what this is! he he he :)
sunnudagur, október 22, 2006
Sunnudagsmyglan
ooooooh ekta svona myglusunnudagur. Nett rigning úti og ekta svona dagur til að mygla fyrir framan sjónvarpið og gera ekki neitt. Hjálpar ekki að vera með svona smá drykkjumóral. Ekki að maður hafi gert neitt af sér en bara þessi tilfinning þegar maður vaknar eftir að hafa fengið sér í glas. Æi ég hélt ég myndi nú aldrei segja þetta en ég hlakka til að það komi mánudagur og rútína. Ræktin í fyrramálið og svo setjast aftur við skriftir. Verð víst að dúndra af þessari fieldwork report sem ég er nánast ekkert byrjuð á og á að skilast 1. nóv. Úff 1. nóv er almost here sem þýðir bara eitt að sá 14. nálgast eins og óð fluga. Komið að manni að horfast í augu við að mar sé að verða ÞRÍTUGUR!! Aldur er að vísu afar afstætt hugtak í mínum huga, rétt eins og hamingjan er þetta state of mind.
En svo má segja líka "Birthdays are like Black Jack, anything over 21 is baaaaaaaaaaaaaaad!"
he he he
föstudagur, október 20, 2006
Hún Gína
Ég sá að það voru nokkur ónotuð herðatré í skápnum mínum svo ég hjólaði í Gínu og reddaði málunum. Nú á ég nýjan kjól, nýja skyrtu og tvo nýja boli. Allt for the 'bargaining price of 800 SEK".
Have a nice weekend everybody!
fimmtudagur, október 19, 2006
Nákvæmni og kaflaskil
Svíþjóð er mjög nákvæmt land og Svíar þ.a.l. mjög nákvæm þjóð. Þeim finnst ekki þægilegt að "leave things to chance" eins og sagt er. Þeim finnst líka mjög gaman að vera í biðröð. Ef þú kemur á einhvern stað þar sem eru tvær biðraðir og önnu er mun styttri en hin þá munu Svíarnir pottþétt velja löngu röðina því það er 'augljóslega' eitthvað vesen á hinni.
Þetta minnir soldið á brandarann um hagfræðingana tvo sem gengu eftir götu þegar annar segir við hinn "sjáðu þarna er þúsundkall" hinn svaraði "nei það getur ekki verið, ef það væri þúsundkall þarna væri einhver löngu búinn að hirða hann".
Þetta hafa örugglega verið Svíar! :)
En ég sendi fyrstu fimm kaflana í ritgerðinni til yfirlestrar hjá leiðbeinanda núna í morgun. Krossa fingur allir að henni finnist þetta meira nothæft en henni finnst þetta vera C R A P!!!
miðvikudagur, október 18, 2006
Kerfi á vitleysunni
Ég er ótrúlega vanaföst manneskja þegar kemur að sumum hlutum. Ég set til dæmis lyklana mína og veskið mitt alltaf á sama stað þegar ég kem inn. Nema hvað í morgun þegar fara átti með barnið til tannlæknis, korter yfir snemma að mér fannst þá fann ég hvergi hallæris veskið. Upphófst mikil leit þar sem öllu var snúið við, rakið aftur hvenær ég var með það síðast, hringt í matarbúðina og rifið í hár sér í örvæntingu o.sv.frv. Ég stundum fengið að heyra það að ég sé nú frekar svona kærulaus og gleymin en málið er að þó hlutirnir séu soldið í svona vitleysu hjá mér stundum þá er ég samt með kerfi á vitleysunni (sem er betra en að vera með vitleysu í kerfinu ef þið hugsið út í það) og ég veit oftast hvar hlutirnir eru þegar ég fer að rifja upp hvenær ég notaði þá síðast (nema pokinn frá Nýlistasafninu í Madrid, hann finnst hvergi og hef ég grun um að hann sé á herbergi 712 á Miguel Angel Occidental hótelinu góða). En sumsé þar sem ég hafði ekki fylgt vananum og sett veskið í gluggakistuna á eldhúsglugganum þá bara fann ég það alls ekki. Ég var orðin mjög frústreruð enda sá ég amk dagsvinnu við ritgerðina fjúka út um gluggann þar sem mér væri um megn annað en að sitja og obsessa um það hvar veskið gæti verið. En nema hvað, þar sem ég fór þriðju umferðina í gegnum yfirhafnirnar í fatahenginu þá fannst gripurinn (í vasanum á vesti sem ég nota afar sjaldan). Þetta kennir manni að vera ekkert að fokka í kerfinu - það veit ekki á gott.
þriðjudagur, október 17, 2006
Brrrrrrr
Ritgerðin svoleiðis spítist upp hjá mér þessa dagana - já eða þangað til í gær eiginlega þá kom smá babb í bátinn. En 2167 orð eru þó komin á blað. (nú er að vona að leiðbeinandinn taki ekki upp feita rauða tússið og segi mér að strika helminginn út) :(
Annars er haustið komið hérna í honum Lundi og það er bara meira að segja komið úlpuveður brrrrr. Meira hvað maður getur verið mikil kuldaskræfa. Kannski ekki skrítið þegar það er kaldara inni í íbúðinni manns en úti. Það liggur við að kona sitji hérna með fingravettlingana í ullarsokkunum til að hafa það af að slá á lyklaborðið. AHA það er þess vegna sem ritgerðarsmíðin gengur svona hægt! Vissi að það gæti ekki verið mér að kenna he he he he!
Látið ykkur nú vera hlýtt elskurnar
Annars er haustið komið hérna í honum Lundi og það er bara meira að segja komið úlpuveður brrrrr. Meira hvað maður getur verið mikil kuldaskræfa. Kannski ekki skrítið þegar það er kaldara inni í íbúðinni manns en úti. Það liggur við að kona sitji hérna með fingravettlingana í ullarsokkunum til að hafa það af að slá á lyklaborðið. AHA það er þess vegna sem ritgerðarsmíðin gengur svona hægt! Vissi að það gæti ekki verið mér að kenna he he he he!
Látið ykkur nú vera hlýtt elskurnar
föstudagur, október 13, 2006
Hamingja
Eigið þið stundum svona hamingjumóment? Ég er í einu svoleiðis nákvæmlega núna. Finnst hjartað mitt bara hreinlega vera að springa af hamingju. Fyrst það er hægt þegar íbúðin manns er á hvolfi, maður er skítblankur, drepast úr bakverkjum og situr og baxar við að lesa um ólíkar þróunarkenningar misgáfaðra fræðimanna á föstudageftirmiðdegi þá held ég það hljóti að staðfesta að hamingjan er ekki fólgin í veraldlegum hlutum. Hún er hugarástand.... eða mér finnst það alla vegana
Vonandi eruð þið hamingjusöm hvar sem þið eruð elskurnar mínar!
Strumpurinn kominn í hús
... heim til mömmu sinnar. Æi hvað ég var nú fegin að sjá hann þetta litla stýri. Obbosslegur töffari í Spidermanskóm með Spidermansólgleraugu (sem hann stal víst frá bróður sínum). Þannig að þar með er vinnufriðurinn úti en það er í lagi. Þessi ritgerð verður hvort sem er unnin eins og allt annað á mínum akademíska ferli....
með rassg***** og á síðustu stundu!
fimmtudagur, október 12, 2006
Vive la France
Ég féll gjörsamlega fyrir Frakkalandinu góða. Eins og sjá má á myndinni sem er tekin einhvers staðar miðja vegu milli France og Monaco er útsýnið ekkert slor. Þegar ég verð rík þá ætla ég að eiga villu í Nice og snekkju í Monaco, borða bara á 2 - 3ja michelin stjörnu veitingastöðum á milli þess sem ég tel peningana mína og fægi demantaskóna mína.
HEY! You gotta have a goal!
þriðjudagur, október 10, 2006
Dúddírú
VÁ hvað mér er ekki að takast að koma mér í gírinn í þessari ritgerð. Það væri nú í lagi ef maður þyrfti bara að skrifa hana en ég þarf líka að skila einhverri Fieldwork Report (og ég sem gerði ekki einu sinni fieldwork) upp á 6 000 orð! Hvernig í ósköpunum á mar að skrifa 6 000 orð um að hafa farið á bóksafnið að leita að bókum.
Dauði & Djöfull!
Dauði & Djöfull!
Er annars bara að drepast í skrokknum og geðill í samræmi við það. Fór samt í ræktina í morgun og er að vonast til að eftir vikuna verði ég orðin skárri. Annars amputera ég við mjöðm.
Sjálf!
Með skeið!
mánudagur, október 09, 2006
Back @ home
Þá er mar komin heim í heiðardalinn. Mín beið boðskort í brúðkaup (gaman) og vaaa-hafasöm lykt úr ísskápnum (ekki gaman). Í dag hefði ég átt að læra rosamikið en gerði ekki - amk ekki ennþá en kvöldið er ungt. Í stað þess þvoði ég þvott, verslaði í matinn og bókaði ferð heim á klaka í kringum afmælið mitt. Það er nú heilmiklu afrekað finnst mér. Eftir vikusukk er ég líka búin að borða BARA ótrúlega hollan mat í dag og sorry kannski er það hárri elli um að kenna en sjitt hvað mér líður betur á sál og líkama að éta ekki hvað sem er. Eins og viðbjóðslegu rottuborgarana á föstudagsnóttina.
Uss uss það sem manni dettur í hug í ölæðinu.