fimmtudagur, september 29, 2005

Pæling

Var í þvottahúsinu á þeim ókristilega tíma 07:00 í morgun sem væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað að á sama tíma var þar kona sem greinilega, af klæðunum að dæma, er múslimatrúar. Hún var sumsé ein af þeim sem er í svona svörtum kufli frá toppi til táar (versus það að vera bara með slæðu). Altjént, þar sem ég stóð og flokkaði þvottinn minn þá fór ég allt í einu að spá í hvað það hlyti að vera óþægilegt að vera í svona kufli. Ég meina bara að fara á klósettið hlýtur að vera frekar mikið mál. Ef við tökum þetta svo aðeins lengra, hvernig er að fara á flugvélaklósett. Ég sé bara ekki hvernig það gengur upp en er á þessari stundu afar fegin að hafa ekki fæðst inn í trú sem krefst þess að ég gangi í svona kufli. Samt kannski soldið gott ef maður er feitur og/eða spéhræddur. Hmmm þetta er pæling.
Annars er ég í ótrúlega góðu skapi í dag. Hafið þið ekki átt svona daga þar sem allt er bara einhvern veginn æðislegt. Fyndinn svona hamingjumóment (OOOOOJ dauð könguló á gólfinu hjá mér).

miðvikudagur, september 28, 2005

Að fá blauta tusku í andlitið

Ég er niðurbrotin manneskja. Mér varð það á að fara á Försäkringskassan (aka 'féló') hérna í Lundi í morgun, erindið var að biðja um að húsaleigubæturnar mínar verði framvegis lagðar inn á reikninginn minn í stað þess að send yrði ávísun heim. Nema hvað í sakleysi mínu ákvað ég að spyrjast líka fyrir um barnabætur og hvernig það system virkar hérna í forræðishyggjulandinu. Hún tjáði mér það að þær kæmu sjálfkrafa þegar ég væri búin að skrá lögheimilið mitt hérna í Svíþjóð og bætti svo við ... "eða er barnið nokkuð orðið 18 ára?"
HAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ?????
þessari konu fannst sumsé fullkomlega líklegt að ég gæti átt 18 ára gamalt barn.
HVAÐ ER ÞAÐ ??? Viltu ekki bara sparka í mig líka og segja að ég sé feit.
Ég hrökklaðist út með þau svör að skv. þeirra gögnum væri barnið mitt eingetið þar sem enginn faðir fyndist að barninu. Ég reyndi að segja henni að þó að mér sjálfri fyndist ég vera absolut rökréttasti kandídatinn til að fæða næsta frelsara mannkyns þá væri það nú samt svo að barnið ætti föður, við að því að ég best veit, hestaheilsu 'uppi á' Íslandi. Nei því miður, hún var nú hrædd um að hún gæti því miður ekki bara tekið mín orð fyrir því. Ég þyrfti að snúa mér til þjóðskrárinnar hérna í Lundi og leiðrétta málið þar. Ég tek því sem svo að sænska ríkið greiði sumsé ekki barnabætur með eingetnum börnum, sennilega litið svo á að Almættið sé fullfært um að sjá fyrir afkvæmum sínum sjálft. Ég flýtti mér heim til að athuga hvort brauðið og fiskurinn hefðu ekki fjölgað sér margfalt síðan ég fór að heiman. En það var svosem eftir öðru, sömu 4 'lásí' sneiðarnar og ég skildi eftir þar í morgun og ekki svo mikið sem fiskisporð að sjá.
Ég þarf greinilega að fara yfir þessi mál aðeins betur.
Annars er ég búin að bæta verulega í myndasafnið okkar Egils Orra (hérna til hægri á síðunni). Þar má sjá myndir frá ferð til Danmerkur en líka frá USA í sumar og afmælinu hans Egils. Bætti líka fleiri myndum af íbúðinni 'before' og lofa að smella nokkrum 'after' myndum um leið og ég gef mér tíma til að skúra pleisið... :)

mánudagur, september 26, 2005

Deep thoughts

Soldið búin að pæla í þessu í gegnum tíðina og eftirfarandi störf finnast mér vera í toppi þeirra óáhugaverðustu (eða amk minnst gefandi) starfa sem til eru (eingöngu að mínu mati of course)

1. Að tjékka á brottfararspjöldunum á flugvöllum
Ég meina að fara í vinnuna á morgnana (sennilega vaktavinna samt) og vita að maður á eftir að standa við færiband allann daginn og lesa brottfararspjöld. Hvernig er ekki hægt að verða hræðilega deprimeraður?

2. Að segja fólki hvaða röð það má fara í í vegabréfaeftirlitinu
Æi segir þetta sig ekki sjálft?

3. Að kveikja á tækjunum/ kontrollera 'öryggisatriði' í tívolí-skemmtigörðum
Í alvörunni, eftir hversu langan tíma fer að verða freistandi að tjékka ekki lengur hvort allir séu örugglega með 'beltin' spennt í rússíbananum?

4. Baðvörður í sundlaugunum
Kannski samt örlítið áhugaverðara á sumrin þegar maður fær að segja sóðalegu túristunum að þeir verði að fara í sturtu áður en þeir fara í laugina. Samt frekar sorglegt ef það er "hælætið" á deginum manns.

fimmtudagur, september 22, 2005

Almost Friday

Fyndið hvernig í þessu mjög svo skipulagða þjóðfélagi sem Svíþjóð er þar sem 'all I's are dotted and all t's are crossed' hvað leikskólarnir eru eitthvað líbó á gæslutímanum. Maður má eiginlega bara hafa þetta eins og maður vill innan opnunartíma leikskólans (sem er bæ þe vei 07-18) og 'kortersgjald' ?? hvað er nú það? komdu bara að sækja þegar þú kemst svo lengi sem það er fyrir kl. 18. Verð að segja að mér líkar þetta hreint ekki illa þó eflaust megi færa fyrir því rök að þetta sé þjóðhagslega óhagkvæmt viðhorf.

Annars er helgin framundan, hreint ekki slæmt. Það eru reyndar ein viðbrigðin við að vera komin í nám, helgi þýðir ekki frí heldur bara yfirfærsla á samviskubiti ( frá því að vera ekki að eyða nógum tíma með barninu sínu yfir í að vera ekki að eyða nægum tíma yfir bókunum sumsé).


Verið nú dugleg að skilja eftir 'comment' elskurnar, það er svo agalega skemmtilegt :-)

miðvikudagur, september 21, 2005

Fljótfærni

Æi af hverju þarf ég alltaf að vera svona fljótfær. Hvaða heilvita konu dettur í hug að kaupa sér bleksprautuprentara in this day and age. Ljóta endemis ruglið. Kasta krónunni og spara eyrinn... that's me folks!
Úff eygi harðsperrur morgundagsins, tók agalega vel á í ræktinni í morgun sko. Svo hjólar maður upp í móti 3 km heim svo maður tekur dobbúl á því. Eins gott að hún Gróa mín þessi elska sendi mér 8 stk. af prins póló og tvo STÓRA poka af lakkrís með póstinum í dag... kjammmmss. Ég átti á stórhættu að hverfa - nefnilega orðin svo mjó !!!
Annars er ég nokkuð viss um að læknum hafi hingað til yfirsést að ég þjáist af athyglisbresti á að minnsta kosti meðalháu stigi. Hendum inn frestunaráráttu líka fyrst við erum að ræða hreinskilnislega um þessi mál á annað borð... og minnisleysi ekki gleyma því. Þannig ef ég hef ekki gert eitthvað sem ég átti að gera þá er það vegna þess að ég:
a) steingleymdi því að ég átti að gera það
b) frestaði því
c) byrjaði á því en varð annars hugar i miðju verki og byrjaði á einhverju nýju
VERÐ að muna: æi hvað var það aftur?

þriðjudagur, september 20, 2005

Að vita að maður veit ekki neitt

Ég eygi endann á fyrsta verkefni vetrarins. Sjitt hvað ég fegin. Annað hvort er ég orðin svona ryðguð í bullshit-töktunum eða þetta verkefni var actually soldið erfitt. Okei kannski ekki erfitt en meira svona æi óljóst. Veit raunar ekki ennþá hvort ég er að skilja kennarann rétt. I guess I'll find out. Hafið þið einhvern tíma fengið þessa tilfinningu að því meira sem þið lesið því minna vitið þið? Það zoooommar upp tilfinningu mína fyrir þessu verkefni, vissi fullt um fullt en samt eiginlega ekki nóg sko. Hmmmm kemur í ljós

Er annars mátulega búin að borða yfir mig af 'spakki' eins og Egill kallar það og nú tekur við baráttan að ná afkvæminu í bað (baðherbergið lyktar ennþá viðbjóðslega þeink you verí næs). Hann hreinlega sér ekki tilganginn í þessu 'Mamma ég verð hvort sem er bara aftur skítugur á morgun'.
I hate to say it but the the kid has got a point!



ÚFF verð að muna: BORÐA HÆGAR!!

p.s. er að þreifa mig áfram í að koma myndum inn á netið prófið að smella hér

sunnudagur, september 18, 2005

Fíflið hann Bill Gates

... fjandann á það að þýða að geta ekki látið vera að umbylta Office pakkanum á hverju einasta andsk.. ári. Ég hefði nánast getað sleppt því að eiga tölvu síðustu 10 árin fyrir allt hvað það gagnast mér við að eiga við nýjustu útfærslu Hr. Gates á hallæris Word og Excel, nei fyrirgefið það heitir víst því þjála nafni Microsoft Works Word Processor og Microsoft Works Spreadsheet Applicator núna. Mér er bara þokkalega sama hvað það heitir en slökum á niðurskurðinum á 'fítusunum' í þessu drasli. Grrrrr [pirr pirr] ég er íhaldssöm og þoli ekki svona fokking breytingar breytinganna vegna - if it ain´t broken why #&/!/&/#$@ fix it!!!
Annars er mér ljóst að eitthvað hefur seriously dáið inni á baðherberginu mínu meðan ég brá mér til Danaveldis í gær. ÚFF viðurstyggilegt byrjar ekki einu sinni að lýsa lyktinni sem mætti mér þegar ég opnaði dyrnar að því þegar ég kom heim. Grunar að Jimmy Hoffa sé grafinn undir baðkarinu .... afraid to look!
Þessari bloggfærslu er annars ætlað að koma í veg fyrir að ég bilist á fyrsta verkefninu mínu í þessu námi. ÚFF mikið til af fólki sem elskar ekkert meira en að nota 'big words for obscure things' í þessum greinum sem mér er ætlað að lesa. Heilinn í mér meðtekur ekki þetta froðusnakk svona seint á kvöldin.

föstudagur, september 16, 2005

Haust

Brrr haustið er formlega komið hérna í Lundi. Allt að fyllast af laufum, svo mikið að maður getur varla hjólað niður í bæ án þess að öll vit fyllist af þeim.
Var annars voðalega dugleg í dag og marði það að skrúfa saman afrakstur síðustu IKEA ferðar sem hafði legið eins og hráviði um alla íbúð. Bætti svo um betur og skúraði hátt og lágt svona í leiðinni, agalega myndó. Það er nú bara að verða kósí hérna hjá okkur mæðginunum. [myndir fljótlega I promise] maður á náttúrulega ekki að viðurkenna það en svo er ég að eyða föstudagskvöldinu í að þvo þvott spennandi spennandi.
æi eitthvað andlaus í dag ......

þriðjudagur, september 13, 2005

IKEA - vinur fátæka námsmannsins

Einhvern veginn hélt ég að ég myndi sakna bílsins míns meira en raun ber vitni hérna í Svíþjóð en sannleikurinn er sá að ég sakna hans bara ekki neitt. Finn það best núna þegar ég er búin að hafa bílaleigubíl foreldra minna til umráða í 2 daga. Það er eiginlega bara vesen að þurfa að finna stæði og svoleiðis. Svo áttaði ég mig skyndilega á því að ég þekkti eiginlega bara Lund á hjóli, rataði allt í einu ekki rassgat á bíl.
En hvað um það, ég sumsé notaði tækifærið og fékk hana Völu og litlu Ísabellu dóttur hennar með mér í IKEA sem er næst mér í Malmö. Úff það var slatti sem straujaðist á kortið þar, eins og venjulega en við konur erum náttúrulega þeim undraverða hæfileika gæddar að vera ekki endilega að eyða þegar við erum að versla, oftar en ekki erum við að spara stórfé, eins og t.d. i dag þegar við Vala keyptum okkur kommóður (já í fleirtölu) á því gjafaverði 199,- SEK og SPÖRUÐUM þar með 200,- SEK á mann. Vala sparaði meira að segja 400,- SEK því hún keypti tvær. Fyrir þessar tvö hundruð krónur gat ég svo keypt fullt af öðru dóti sem hefði annars verið aukreitis kostnaður. Er þetta ekki frábært?
Annars skil ég næstum því ekki fólk fór að án IKEA, þessi búð er náttúrulega sænskt hugvit upp á sitt allrabesta. Það er (eiginlega) allt til þarna og verðið er oftar en ekki hlægilegt. Ok ég viðurkenni að íbúðin minni svipar kannski dálítið til bls. 137 í nýja IKEA bæklingnum en hey! when in Rome...
Fór í fyrsta umræðutímann í skólanum í dag, soldið áhugavert en soldil endurtekning fyrir okkur sem erum með viðskiptalegan bakgrunn. Vona að það fari að færast líf í þetta núna þegar hópurinn fer að hristast betur saman. Læt heyra í mér varðandi það. En sumsé við erum 20 í umræðuhópnum sem minnir um margt á fyrirkomulagið á Bifröst. Það er að segja það eru fyrirlestrar 2svar í viku og svo einn (tvöfaldur) umræðutími eftir fyrirlestrana þar sem flutt eru verkefni og svo rætt um viðfangsefni vikunnar. Þetta lofar góðu, mjög spennandi efni fyrir litla hagfræðinginn í mér sem afplánaði starfsmannastjórnun, vinnusálfræði og markaðsmál á Bifröst.

mánudagur, september 12, 2005

Netsamband

Jess jess jess, loksins loksins eftir 30 mjööööööög langa daga er ég komin í samband við umheiminn. Of mikið hefur á daga mína drifið síðan ég kom hingað til að ég nenni að rifja það allt upp en ég hef komist að eftirtöldu á síðustu 30 dögum

1. Líf án internets er (næstum því) ekki þess virði að lífa því
2. Allt, (ég meina í alvörunni allt) í Svíþjóð hefur 2 vikna afgreiðslufrest
3. Í Svíþjóð fást sumir af ljótustu skóm í heimi
4. Ísland ER viðbjóðslega dýrt land
5. Kínverjar eiga rosalega erfitt með að tala skiljanlega ensku
6. (risa)Stórir háskólar kenna ekki endilega í 600 manna hópum
7. Það ER hægt að lifa án bíls
8. Ég sakna ekki endilega þeirra hluta sem ég hélt einhvern veginn að ég myndi sakna mest
9. Kranavatn er drykkjarhæft á fleiri stöðum en Íslandi
10. Það er hægt að lifa af námslánunum
11. Brauð í Svíþjóð eru ótrúlega vond

fimmtudagur, september 08, 2005

Tilkynningarskyldan

Hi allir,

Bara örstutt til ad láta vita ad ég er á lífi hérna í landi forraedishyggjunnar. Bloggleysid stafar algjörlega af theirri stadreynd ad einkasonurinn nádi ad skemmileggja nýju tölvuna mína eftir ca. tveggja vikna dvöl svo vid erum nokkurn veginn sambandslaus vid umheiminn í augnablikinu. Hún kemur thó med foreldrum mínum um helgina mér til mikillar og ómaeldrar ánaegju og thá verdur breyting á. Nýjar fréttir daglega eins og segir í gódu Studmannalagi.

Annars er bara allt dásamlegt hérna, fer afskaplega vel um okkur hérna í landinu thar sem allt tekur amk tvaer vikur í afgreidslu og öllum finnst thad bara fínt (nema ótholinmódu Íslendingunum). Mér var nú samt eiginlega endanlega nóg bodid thegar mér reiknadist thad til ad midad vid tempó-id í eróbikktínunum hérna thá vaeri líka ca. 2 vikna afgreidslutími á svitanum hérna. Thetta er ekki alveg ad gera sig fyrir mig..... ennthá. Bind vonir mínar vid ad their finni tempotakkann á graejunum thegar their daema thad sem svo ad fólk sé ordid nógu lidugt eftir sumarid. I told you ad thetta vaeri forraedishyggjuland daudans.

Anyway darlings. Laet betur í mér heyra fljótt fljótt.

Kram och puss
Sigrún
Free counter and web stats