sunnudagur, júlí 30, 2006

Ættarmót

Maður veit aldrei alveg hverju maður á von á svona ættarmótum. Ég hef t.d. lent á einu MJÖG vafasömu en þetta sem var núna um helgina var bara afar skemmtilegt. Ég er greinilega skyld ofsalega skemmtilegu og hressu fólki. Sem betur fer.... he he he allt annað væri náttúrulega ekki hægt í ljósi þess hvað ég er sjúklega skemmtileg sjálf!!!
En sumsé helginni var varið við Eyjafjörðinn, sem verður nú að játast að er einn uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi (fegurðarlega séð) og þar var sungið og trallað og kjaftað og hlegið og borðað og so videre. En það er hins vegar frekar scary að það sé að koma 1. ágúst!!! Alltaf flýgur tíminn jafn hratt, ég er nýkomin og er samt að fara eftir 4 vikur. Þannig að allir sem vilja hitta mig og eiga EKKI ferð í Borgarfjörðinn the window of opportunity is closing my friends....
:-) :-) :-)

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Grettissund

Rosalega er kjellingin orðinn mikill sundgarpur. Alveg Reynir Pétur sundsins sko. 500 metrarnir teknir á hverjum degi núna. (Þegið þið þarna sem finnst það ekkert mikið, það eru sko 20 kvikindi aka ferðir). Hraðfer fram alveg, hætt að vera nærri drukknun eftir 50 metrana. Ekki reyndar svo góð að ég nái að halda höfði yfir vatni með barnið mitt hangandi um hálsinn á mér. Honum Agli mínum fannst það nefnilega agalega sniðugt í gær að hanga í, æi þarna hvað heitir það böndunum sem skipta sundbrautunum, og stökkva svo á mig þegar ég synti framhjá og láta mig synda með sig í "land". Ég barðist um á hæl og hnakka en náði hreinlega ekki að hanga nógu lengi með höfuð yfir vatni til að koma upp stöku orði hvað þá biðja mér vægðar. Þolinmæðin var þó nógu mikil til að útskýra rólega fyrir barninu að mamma væri ekki hvalur (þó stærðin fari að vísu að slaga upp í að vera viðlíka) og gæti ekki andað undir vatni.
Annars er maður að taka maraþonvakt dauðans byrjaði kl.07:00 og nú er kl. 21:46 og hér er ég enn. Segiði svo að ég elski ekki foreldra mína, HA!

mánudagur, júlí 24, 2006

Tilætlunarsemi

Það er hreint ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið dónalegt og tilætlunarsamt. Maður reynir að vera kurteis og almennilegur og útskýra í lengstu lög hvernig málum er háttað en allt kemur fyrir ekki, það bara verður að vera með skæting og leiðindi og rjúka út í fússi.
Voðalega hlýtur lífið að vera leiðinlegt hjá svona fólki.

sunnudagur, júlí 23, 2006

Djamm! or something like it

Í gær var gaman. Fór með megabeibunum Hrund, Kötu og Ágústu á Apótekið að borða og (aðallega) drekka. Cosmo-inn rann ljúflega niður en maturinn (hjá okkur öllum) var bara svona la la. Þó ég segi sjálf frá þá finnst mér maturinn hérna hjá okkur á Hamri bara betri og það er enginn lygi. Það skal þó viðurkennast að ég var að fá mér saltfiskinn í svona 12 sinn þannig að kannski er ég bara komin með ögn leið á honum. En hvað um það. Félagsskapurinn var góður og kvöldið ungt. Eftir Apótekið fórum við svo á Oliver í tvær sek og þaðan á Barinn og síðast Sólon áður en við Hrund gáfumst upp. Ágústa var farinn heim enda á leið til London í dag og áfram til Grikklands á miðvikudaginn (öfunda hana? ha? ég? nei nei). Kata hélt því heiðrinum uppi þetta kvöld - eins og svo mörg önnur - og nú þegar klukkan er 16:32 að Borgfirskum staðartíma á ég eftir að fá stöðuskýrslu.
Í dag skín sól eða svona næstum því og því tilvalið að brjóta sig niður andlega með því að skella sér í golf. Fór síðast á ca. 1217 yfir pari sem verður að teljast viðunandi miðað við aldur og fyrri störf. Það er eitt gott við að sökka - things can only get better!

föstudagur, júlí 21, 2006

Karlremba

Þar sem ég stóð inni í þvottahúsi hérna á Hótel Hamri og rullaði (straujaði) dúka þá veitti ég athygli leiðbeiningaspjaldinu frá framleiðandanum (Electrolux) um meðferð strauvélarinnar. Þar er m.a. sýnt hvernig stöðva má rulluhjólið með því að stíga á fótstigið og setja það svo af stað aftur með sömu aðgerð. Það er sem mér fannst alveg magnað var að í huga framleiðandans er það svo augljóst að starf sem þetta sé kvenmannstarf að fóturinn sem er notaður til sýnikennslu fyrir téð fótstig er í háhæluðum skó!!!!
Ég bara á ekki orð og það gerist nú ekki mjög oft. Ég á eiginlega alltaf mikið af þeim, svo mikið að ýmsum þykir nóg um.
Góðar stundir.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Gamlir vinir

Alltaf gaman að rekast á gamla vini þegar maður á síst von á því. Það kom einmitt fyrir mig í dag þegar ég hitti aldagamlan (aldagamlan??? what am I - seventy!!!) - sumsé það sem ég vildi sagt hafa hitti hann Óla Jó. vin minn sem ég hef þekkt síðan í Breiðholtsskóla og var líka með mér í Verzló. (Þegar ég var ca. 13 ára var ég líka pínkuskotinn í honum). Hann og Selma konan hans og dóttir þeirra eru sumsé í Skorradalnum í sumarbústað og voru einmitt í sundi í dag þegar ég ætlaði (í alvörunni) að fara að synda en einhvern veginn ílengdist ég bara í heita pottinum og kjaftaði við þau í staðinn. Já já maður verður nú að taka púlsinn og fá fréttirnar þá sjaldan maður hittist.
Á morgun á ég svo langþráð frí og ætla að drífa mig í borg óttans og hitta vinina - þéttskipuð dagskrá. Vala, Fríða, Addý og Vala II ef allir eru heima og tilbúnir að taka á móti mér / hitta mig. Æ verður gott að fá update af slúðrinu og öllu sem er að gerast. Treysti því að líf annarra sé meira spennandi en mitt he he he!

mánudagur, júlí 17, 2006

Einhæft líf

Já sorry elskurnar en það er bara alveg merkilega lítið að frétta af mér. Ég geri akkúrat ekki neitt nema vinna, sofa, pissa og borða. Vinna, sofa, pissa, borða. Þetta er lífið hjá mér þessa dagana. Spennandi sem það nú annars hljómar. Ætla reyndar að eiga frí á miðvikudaginn og fara í langþráða heimsókn til nokkurra vel valdra vinkvenna í borg óttans henni Reykjavík taka svo litla pjakkinn minn með mér aftur í Borgarnes og eyða fimmtudeginum í að eltast við hann.
Æi sjitt hvað ég er eitthvað andlaus í dag!

föstudagur, júlí 14, 2006

Betra bak?

Jæja föstudagur til fjár - eða er það ekki annars? Ég er amk aðeins betri í bakinu en til öryggis pantaði ég tíma hjá töframanni. Já já þú last rétt. Hún Sif vinkona mín fór þvílíkum orðum um hæfileika þessa manns að ég bara get ekki beðið eftir að komast til hans. Hann er víst svo rafmagnaður að hann þarf að yfirgefa herbergið ca. þrisvar sinnum meðan á meðferðinni stendur. Kannski eins og tannlæknarnir þurfa að fara út úr herberginu meðan þeir taka af manni röntgen??? Hann sumsé notar einhverja Bowen tækni, sem ég hef að vísu aldrei heyrt um, en er ÆST í að prófa ef það gæti hjálpað mér.
Annars er ég nú líka búin að vera að fara í ræktina og sund hérna í Borgó. Ég hef ekki synt síðan ég lauk gagnfræðaprófi í þeirri ágætu iðkun. Var handviss um að ég myndi drukkna eftir fyrstu tvær ferðirnar (lesist 50 metrana) en hér er ég enn. Synti heila 250 metra fyrsta daginn og 350 þann næsta. Kannski mar nái upp í hálfan kílómeter fyrir sunnudaginn. Ju minn þvílík heilsuræktarfrík sem maður er orðin. En jæja boys and girls - hafið það jättebra um helgina hvar sem þið ætlið að vera í rigningunni.

ta ta

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Fúl

Það er 12. júlí - það er 7 stiga hiti og ég er að dre-hepast í bakinu.

Summer of my dreams sumsé!

sunnudagur, júlí 09, 2006

Sólin komin en hitinn ekki

Jæja það stytti nú bara upp á föstudaginn og hér hefur ekki rignt í heila þrjá daga, svei mér þá. Gula fyrirbærið hefur einnig látið sjá sig en fannst við ekki verðskulda neinn hita svo það eru áfram 8-11° C og því um að ræða svokallað gluggaveður. Ég treysti á að Katrín komi með þetta í farteskinu þegar hún kemur frá Lundi á morgun.
Fór í afmæli til Rúnku Rokk aka Dr. Eyrúnar Valsdóttur (mér finnst svo kúl að geta kallað hana doktor) í gær sem var auðvitað mjög skemmtilegt. Gaman að ná að hitta svona mikið af fólki á einu bretti sem maður hefur ekki séð heillengi. Tók mig til heima hjá Kötu skvísu og áttaði mig þá skyndilega á því hvað ég hef ekki komið þangað lengi þegar íbúðin var gjörbreytt, komið nýtt sófasett + borð og alls konar herbergi og parket og fataskápar og ég veit ekki hvað (note to self, fara að vinna hjá Landsbankanum þegar ég verð stór, þeir borga greinilega vel).

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Reykjavíkurferð

Skrapp í bæinn í gær (sumsé úr Borgarnesi til Reykjavíkur). Vá hvað það er leiðinlegt að keyra í Reykjavík, Íslendingar eru alveg hreint ótrúlegir umferðardónar. Það var bara puttinn ef manni varð það á að hleypa fólki yfir gangbraut eða hvað þá að gefa sjéns þegar fólk var að bakka út úr stæði - já gleymdu því vinur!
Var sumsé að útrétta aðeins fyrir ma&pa og hótelið. Ofsalega gaman sko. Fór í IKEA að versla myndaramma, borgaði með ávísun. Agalega hentugur greiðslumáti það. Þurfti að vísu að horfa í augnhimnuskanna og skila þvag- og blóðprufu en annars bara rosafínt. Ávísunin! hún var upp á heilar 5.900 kr. Þetta er þó framför, afgreiðslumaðurinn vissi amk í þessu tilviki hvað þetta var sem ég var að rétta honum. Það er þá von fyrir æsku þessa lands ennþá!
Happy b-day til Dr. Rúnku rokk - big 3 0!! Another one bites the dust.

mánudagur, júlí 03, 2006

Útlendingar í sundi

Ég fór í sund í Borgarnesi í dag sem væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir einar að ég varð vitni að nokkru sérkennilegri hegðun hjá einum sundgestanna í sturtunni. Ég sumsé var á leiðinni uppúr og þar sem ég stóð og skalf meðan ég beið eftir sturtu, tók ég eftir því að ein konan sem örugglega hefur verið útlendingur (samt ekki Frakki eða Þjóðverji þar sem hún var jú í sturtunni þ.e.a.s. hafði skrúfað frá henni og stóð undir bununni). Hún ætlaði hins vegar þá að fá fyrir allann peninginn því ekki einungis eyddi hún dágóðri stund í að raka bikínílínuna, fótleggi og handarkrika heldur fannst henni þetta líka vera tilvalinn staður og stund til að bursta í sér tennurnar. Það er ýmist of eða van hjá þessum blessuðu útlendingum greinilega.

Coming to you live....

.... from the land of the 'súld' and 'suðaustan átta'. Gæti ég fengið aðeins ÖMURLEGRA veður - is that possible please? Ég meina það. Annars er voða næs að vera komin heim svosem - í bili. Finnst samt skyndilega 8 vikur hræðilega langur tími til að vera hérna og borga 12.900 fyrir sjö hluti í Bónus. Bjakk. Annars er krónan ríflega á leið til andsk... svo það væri ekkert skárra þarna úti kannski? Þar skín þó sól.
Helgin var í leti - horfði á mitt lið detta út í HM eftir skandaladómgæslu og Oscar-winning- performances by the Portuguese - oh well svona er víst leikurinn, you win some you loose some. Úr því sem komið er finnst mér nokkuð ljóst að það verða Frakkar og Þjóðverjar sem fara í úrslitin.
Jæja - best að surfa 700+ stöðvarnar á 40" flatskjánum hans pabba gamla - (okei það eru smá perks við að vera á hótel mömmu :-) - amk fyrir sjónvarpssjúklinga eins og mig.)
tootaloo
Free counter and web stats