fimmtudagur, október 30, 2008
Þegar ég var 11 ára gömul byrjaði ég að vinna í stórmarkaði. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en ég man eftir því að þá voru búðir á Íslandi almennt lokaðar á sunnudögum og velflestar á laugardögum líka. Amk á sumrin. Einhvern veginn höfum við svo færst í þetta "ammríska" módel sem er að allt þurfi að vera opið alla daga og helst bara allann sólarhringinn. Ég hef oft velt þessu fyrir mér síðustu ár. Við höfum byggt fáránlega mikið magn af verslunarhúsnæði sem allt er opið alla daga ársins svo að segja. Hver er þörfin? Ætli fólk noti "mollinn" ekki sem dægradvöl bara af því þau eru opin? Myndi maður sakna þess ef Kringlan væri ekki opin á sunnudögum? Svona í alvörunni?
Ég held við einfaldlega komum fólki upp á að versla á sunnudögum, korteri fyrir lokun etc. með því að vera með þetta svona. Í Köben er allt lokað á Strikinu á sunnudögum og ég held bara að enginn hafi ennþá dáið af þessum sökum. Ég tók líka eftir því að þegar ég vann í sjoppunni hjá pabba að það var alltaf sama fólkið sem kom inn 5 mín. fyrir lokun (sama hvenær lokunartíminn var). Það er bara þannig að sumt fólk frestar alltaf öllu fram á síðustu stundu af því það er bara í eðli þess. Ég held þetta fólk myndi þá bara versla á laugardögum í staðinn. Það myndi enginn svelta á Íslandi bara af því að Bónus /Hagkaup/Krónan/Nóatún væri lokaðar á sunnudögum.
Þetta myndi hinsvegar mögulega spara stórar fjárhæðir í rekstrarkostnað sem væri alveg í lagi.
miðvikudagur, október 29, 2008
Fjölskylda og vinir .... bezt í heimi!
Ég stal þessari fyrirsögn af fésbókinni hennar Ágústu minnar en þetta er bara svo rétt. Fór í saumaklúbb hjá Addý í gær (vá veitingarnar) og það var svooo gaman. Ég á náttúrulega bara líka svo obbosslega skemmtilegar, góðar og fallegar vinkonur :) 5 tíma kjaftaklúbbur og EKKERT talað um bankana, kreppuna, efnahagslífið, horfurnar, atvinnuleysi eða neitt annað depressing. Þetta er sko mikið afrek í ljósi þess að 6 af 8 viðstöddum eru ýmist giftar bankamönnum eða eru bankamenn sjálfar :)
sunnudagur, október 26, 2008
Hvenær ber maður ábyrgð á eigin gjörðum
Ég get ekki annað en velt þessu fyrir mér þegar ég fer á bloggrúntinn og sé hverja færsluna á fætur annarri þar sem fólk frábiður sér ábyrgð á þessu ástandi sem við - sem þjóð - erum komin í. Nett litla gula hænan í þessu "Hundurinn sagði ekki ég, grísinn sagði ekki ég etc" - enginn vill kannast við að hafa tekið þátt í vitleysunni og allt í einu virðumst við komin í kapp um hver á elsta bílinn og ljótasta og óuppgerðasta húsið. Soldið fyndið.
Þrátt fyrir að enginn kannist við neitt og allir hafi séð þetta fyrir þá ljúga hagtölurnar ekki um okkur sem þjóð. Né önnur tölfræði. Einhvern veginn seldust hérna á síðustu árum hundruð ef ekki þúsundir sumarbústaða, hjólhýsa, nýrra bíla (ófáir fluttir inn frá Ammríkunni beint af því dollarinn var svo hagstæður). Fasteignamarkaðurinn var gjörsamlega á suðupunkti og sennilega hafa aldrei selst fleiri utanlandsferðir. Við söfnuðum skuldum sem aldrei fyrr. (skuldir heimilanna voru ekki nema eittþúsundogsexhundruðmilljarðar í júní 2008). Hversu mikið af því eru yfirdráttarskuldir er ég ekki viss en man eftir að hafa heyrt ógnvænlegar tölur.
Það virðast mjög margir hafa þá sögu að segja að bankinn þeirra hafi ráðlagt þeim illa/vitlaust eða beinlínis þröngvað upp á þá láni sem þeir vildu alls ekki. Margir undrast á yfirdráttarlánum unglinga og finnst allir nema þeir sjálfir eigi að bera ábyrgð á þeim. Þess vegna get ég ekki varist þessari hugsun. Hvenær ber maður ábyrgð á eigin gjörðum?
Ég hef átt í bankaviðskiptum frá því ég byrjaði að vinna 11 ára gömul (reyndar lengur, man eftir að hafa átt Óskars sparibauk í gamla Iðnaðarbankanum þegar ég var 9 ára). Á öllum þeim tíma sem ég hef átt í viðskiptum við bankann minn (lengst af Íslandsbanka/Glitni en líka Landsbankann) hefur mér aldrei verið boðin yfirdráttur - að fyrra bragði - né heldur hefur verið reynt að selja mér bílalán eða sjóðaáskrift eða neitt annað þvíumlíkt. Það mætti eflaust flokkast sem léleg þjónusta þar sem það er ekkert leyndarmál hver tilgangur banka er. Ég er með þessu ekki að segja að þessi sölumennska eigi sér ekki stað, einungis það að mér hefur aldrei verið boðið neitt af þessu að fyrrabragði. Það neyddi enginn upp á mig erlenda myntkörfulánið sem ég er með né platínum kreditkortinu mínu með milljón króna heimildinni (hvort tveggja þurfti ég raunar að hálfpartinn væla út).
Ég ætla hins vegar bara að játa það skilyrðislaust að ég tók þátt "góðærinu" eða í það minnsta naut góðs af ástandinu.
* Ég lifði kóngalífi á LÍN láninu mínu (sem var heilar 50þús kr. á mánuði skólaárið 2005-6) meðan ég var námsmaður í útlöndum.
* Ég fór í fleiri utanlandsferðir og eyddi í þeim helling af peningum vegna þessa hagstæða gengis.
* Ég naut ennfremur lágs gengis krónunnar í lægra vöruverði hérna innanlands.
* Ég naut góðs af hækkun íbúðaverðs og seldi íbúðina mína með 6 milljóna kr. hagnaði vorið 2007.
* Ég fékk vel launaða vinnu í "útrásarfyrirtæki" og naut alveg örugglega launaskriðsins sem ríkti á almennum vinnumarkaði og skilaði mér sem og öðrum um 25% kaupmáttaraukningu.
* Ég naut góðs af lækkun tekjuskattshlutfalls - svona svo eitthvað sé nefnt.
Ég get því ekki né reyni að firra mig ábyrgð á "ástandinu".
En það var svosem ýmislegt sem ég gerði heldur ekki
* Ég lifði ekki um efni fram
* Ég safnaði með blóð svita og tárum fyrir útborguninni í fyrstu íbúðinni svo ég þyrfti bara að taka 90% lán
* Ég safnaði ekki yfirdráttarskuldum
* Ég keypti mér hvorki hjólhýsi né sumarbústað - en keypti hins vegar 10 ára gamalt fellihýsi
* Ég keypti mér ekki nýjan bíl (bíla) - en þó nokkra fallega notaða :)
* Ég keypti mér ekki hús sem var dýrara en ég vissi að ég hefði efni á og endurnýjaði svo allt innanhúss til að toppa.
* Ég notaði ekki arðinn af íbúðarsölunni til að kaupa mér hlutabréf
* Ég tók ekki lán til hlutabréfakaupa
* Ég endurfjármagnaði ekki húsið til að taka út eigið féð og eyða því í neyslu
Á öllu ofantöldu tek ég fulla ábyrgð. Því góða og því slæma og ég sé svosem ekki eftir neinu. Það þjónar heldur engum tilgangi, því verður ekki breytt. En margir - ALLS EKKI ÞÓ ÖLL ÞJÓÐIN, þannig að þeir sem kusu vinstri græna og stunduðu sjálfsþurftarbúskap síðustu 17 ár geta því sleppt því að taka þetta til sín - gerðu margt af því síðartalda og allir sem hér bjuggu nutu góðs af því fyrrtalda. Þess vegna skil ég ekki alveg af hverju einhver annar en þeir sjálfir eiga að taka ábyrgð á því. Hvernig getur það verið einhverjum öðrum að kenna? Ég hef alveg hreint ágæta sjálfsmynd en get ekki fallist á að það þurfi einhverjar súpergáfur til að sýna smá hófsemi í neyslu.
Nú gætu einhverjir haldið að af því að ég vinn í banka þá sé ég bara að reyna að frýja þá ábyrgð á ástandinu. Það er samt frekar ódýr röksemdarfærsla. Ég hef reyndar bara unnið í banka í 2 ár en hef átt í viðskiptum við þá í 23 ár og hef aldrei á þeim tíma komið mér í fjárhagsleg vandræði vegna þess að þeir neyddu upp á mig láni fyrir neyslu sem þeir öttu mér út í. Það er kannski bara eðli banka að vera hataðir. Ef þeir vilja ekki lána þér nóg er það léleg þjónusta en ef þeir lána þér of mikið bera þeir ábyrgð á fjárhagslegri ógæfu þinni. Ég veit það ekki.
Þegar ég les yfir þessar hugleiðingar um ábyrgð þá er ekki úr vegi að víkja að ábyrgð útrásarvíkinganna svokölluðu. Bera þeir þá enga? Jú að sjálfsögðu gera þeir það. Alveg helling. En ég er orðin leið á þessari barnalegu söguskýringu að þetta sé allt þeim að kenna. Ég er bara að reyna að benda á að við gerðum alveg helling sjálf, hvort sem okkur líkar það betur eða verr eða viljum viðurkenna það eða ekki. Mikla ábyrgð bera líka stjórnvöld og það kaus þau engin nema við sjálf. Það er nú helvítis gallinn við lýðræðið. Meirihlutinn ræður.
Það er nefnilega tilfellið að kreppur og niðursveiflur koma reglulega. Við vorum ekki í ósvipuðum sporum eftir DOT.com æðið skók heimsbyggðina. Man einhver eftir 2001 og 2? Falli krónunnar (dollarinn á 119 kr), gríðarskuldum heimilanna og ógnvænlegum viðskiptahalla sem fylgdu í kjölfar uppsveiflu, kaupmáttaraukningar, hækkunar hlutabréfaverðs og aukinnar einkaneyslu. Sound familiar? Þá var útrásin ekki hafin og bankarnir enn í eigu ríkisins. Kosturinn fyrir litla þjóð var að þá kom niðursveiflan ekki ofan í verstu fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heiminn síðan 1929. Þetta hjálpast hins vegar allt að núna.
NEI mér finnst ekki að íslenska ríkið eigi að borga allar skuldir bankakerfisins. En við verðum að borga sem nemur þjóðréttarlegum skyldum okkar skv. EES. Við myndum ætlast til þess af öðrum þjóðum ef dæminu væri snúið við. Ég er líka svo mikil bjartsýnismanneskja að ég held ekki að okkur verði gert að greiða meira en við reasonably þolum. Það er nefnilega engin þjóð í heiminum - sem býr við sæmilega þróað fjármálakerfi - sem gæti staðið undir öllum innlánum bankanna sinna ef ætti að greiða þau samtímis út, hvað þá heildarskuldum þeirra. Þess vegna væri galið ef alþjóðasamfélagið færi fram á það við 300þús. manna þjóð með ónýtt fjármálakerfi.
Þetta held ég - Pollýannan sem ég er - að tíminn muni leiða í ljós að þjóðir heimsins átti sig á.
miðvikudagur, október 22, 2008
True so true (nokkur góð "kvót")
"Tough times never last, but tough people do"
~Robert H. Schuller
og annað gott quote fyrir Ísland ...
What counts is not necessarily the size of the dog in the fight -
it's the size of the fight in the dog!
~Dwight D. Eisenhower
Svo er náttúrulega alltaf þetta klassíska
Don't get mad - get even!
~ Robert Kennedy
þriðjudagur, október 21, 2008
Ánægð með þennan
Við erum ekki herþjóð og ég er þess vegna ekki viss um að fólk átti sig almennilega á alvarleika málsins. Mér finnst amk flestir furðurólegir yfir þessari gjörð Bretans. Að ráðamenn vinveittrar bandalagsþjóðar (mis)beiti hryðjuverkalögum gegn annarri NATO-þjóð er náttúrulega svo fráleitt að það er eiginlega ekki hægt að byrja að lýsa því hvað það er margt rangt við það. Vaaaaá hvað við eigum að fara í feitt mál við þá.
mánudagur, október 20, 2008
Frétta og bloggbann
Ég setti sjálfa mig í frétta og bloggbann um helgina. Þetta fólst í því að frá því ég fór úr vinnunni á föstudagseftirmiðdag og þar til í morgun las ég ekki blöð, horfði ekki á fréttir né las neina vefmiðla eða blogg misvitra og misvel upplýstra einstaklinga.
Ég er nefnilega orðin svo ofsalega þreytt á fólki sem talar eins og Ísland sé gjaldþrota og/eða eigi sér enga framtíð. Lengi má böl bæta með því að benda á eitthvað annað segi ég nú bara. Eins og hlutirnir séu í svo mikilli syngjandi fokking lukku annars staðar.
Honestly!!
miðvikudagur, október 15, 2008
Hlý sending
Mín beið óvænt sending þegar ég kom heim í dag sem mér þótti mjög vænt um. Í pakkanum var lítil bók sem ber heitið "Kjarkur og von" og inniheldur ýmsa speki á því sviði. Langaði að deila einni þeirra með ykkur:
Strangt til tekið eru aðeins tvær leiðir í lífinu
leið fórnarlambsins eða hins hugdjarfa bardagamanns.
Viltu eiga frumkvæðið eða bregðast við?
Ef þú leikur ekki þinn leik við lífið
leikur það sér að þér.
Það er svo sannarlega mikið til í þessu. Það er alltaf undir okkur sjálfum komið hvernig við bregðumst við þeim áföllum sem lífið hendir á okkur. Eins og hefur lengi staðið neðst á þessu bloggi mínu:
"The greatest discovery of any generation is that a person can alter his life by altering his attitude"
Ætlar maður að leika fórnarlambið eða gera það besta úr aðstæðunum og læra af mistökunum. Ég ætla að gera það síðarnefnda og vona að sem flestir sjái hag sínum og Íslands betur borgið í því.
Elsku Matti minn, Helga & Hilmar. Takk kærlega fyrir sendinguna. Hún var bæði óvænt og kærkomin. Hjartans þökk fyrir að hugsa til mín, mér þótti mjög vænt um það.
Nýtt upphaf
Jæja þá er þessi hryllilega dagur liðinn. Ég var ein af þeim heppnu sem hélt vinnunni minni en eins og hefur sagt verið frá í fréttum voru 97 af vinnufélögum mínum og vinum ekki eins heppnir. Óvissan er í sjálfu sér frekar mikil ennþá. Við vitum ekki hvaða kjör bjóðast og sum okkar vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera. Það er áhugavert að heyra alla tala um að "ofurlaunin" verði ekki í boði. Enginn treystir sér þó til að segja hvað telst til ofurlauna. Það er nefnilega þannig að þessar endalausu fréttir af þessum ofurlaunum í gegnum tíðina eiga við AFAR AFAR fáa af þeim 5000 manns sem í byrjun árs störfuðu í geiranum. Langt innan við 10% leyfi ég mér að fullyrða. En það er ljóst að flestir munu þurfa að taka á sig talsvert paycut. En allir eru engu að síður sammála um að gera sitt besta við að byggja bankann upp á ný og reyna að gera gagn fyrir íslenskt samfélag.
Contrary to popular opinion þá held ég nú að hvatning fæstra sem störfuðu hjá Glitni hafi komið úr launaumslaginu. Fólk trúði á bankann og stefnu hans. Trúði á það að útflutningur á þekkingu okkar á sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku væri verðmæt og einstök og þjóðinni til heilla.
Þetta hljómar kannski voðalega hátíðlega og væmið en gott og vel. Það er þá bara þannig. Gerir það ekkert minna satt.
þriðjudagur, október 14, 2008
Skilvirkni
Þegar fyrirtækið sem maður vinnur hjá er tekið yfir af ríkinu þá leysast ofsa mörg mál bara af sjálfu sér. Sá það í dag að ekki bara get ég hent fullt af drasli sem er á borðinu hjá mér heldur líka ca. 98% af öllum tölvupósti sem er í inboxinu mínu. Hann er sjálfkrafa úreldur.
Segið svo að ríkisrekstur sé ekki efficient!
mánudagur, október 13, 2008
Acceptance
Ég held ég sé loksins að ná smá æðruleysi í þessu öllu saman. Mesta sorgin er ekki hvort maður heldur vinnunni eða ekki heldur það að maður var ekki tilbúin að gefast upp. Maður var ekki tilbúin að hætta því sem maður var að gera. Við vorum rétt að byrja. Þetta er á einhvern hátt svipað eins og sjá fjölskylduna splundrast.
Að sjálfsögðu er ég ekki að jafna þessu við líf & dauða eða stríð & hamfarir en þetta er samt sóun of "biblical proportions" sem Ísland verður fyrir. En eins og einhver sagði í grein sem ég las um daginn, hrun kallar á nýja sköpun. Það er jafngott að líta á þetta sem tækifæri til að hafa áhrif á og hjálpa til við að móta það samfélag sem börnin manns munu alast upp í. Það gefst sennilega ekki viðlíka tækifæri og þetta til þess.
föstudagur, október 10, 2008
Guði sé lof fyrir Baggalút
Þeir halda mér við geðheilsu þessa dagana....
http://www.baggalutur.is/skrif.php?t=1&id=1506
http://www.baggalutur.is/skrif.php?t=1&id=1506
(vek athygli á spurningum 3, 5, 9, 11, 14, 16, 18, 23, og 26)
Ég vil gjarnan fá svör við eftirfarandi spurningum, svona til að byrja með:
Ég vil gjarnan fá svör við eftirfarandi spurningum, svona til að byrja með:
1. Hvað skulda bankarnir mikið í útlöndum, námundað að næsta milljarði evra?
2. Í hvaða löndum skulda þeir, flokkað eftir heimsálfum?
3. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
4. Hverjir starfa hjá fjármálaeftirlitinu, hver er aldur þeirra, menntun og starfsaldur?
5. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
6. Hvaða eignir eiga bankarnir hér heima, í stafrófsröð?
7. Hvaða eignir eiga bankarnir í útlandinu, í stafrófsröð?
8. Hvað er hægt að fá fyrir þær, svona sirka?
9. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
10. Hafa helstu ráðamenn þjóðarinnar fengið nægjanlegan svefn undanfarið til að hugsa skýrt?
11. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
12. Hvers vegna hafa stýrivextir ekki verið lækkaðir?
13. Hvert er raunverulegt gengi íslenska „gjaldmiðilsins“?
14. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
15. Hvað sagði fjármálaráðherra Íslendinga eiginlega við fjármálaráðherra Breta, helst orðrétt?
16. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
17. Hver reddaði undirskriftinni hans Pútíns?
18. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
19. Hvað eigum við mikinn pening (alvöru pening)?
20. Hvað eigum við mikið af gulli?
21. Hvað eigum við mikið af fiski?
22. Hvað eigum við mikið af áli?
23. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
24. Er Ísland gjaldþrota?
25. Hverjir bera ábyrgð á þessu helvítis rugli, í stafrófsröð?
Blaðasnápum, bloggurum, kjaftaskúmum og þingmönnum er frjálst að nýta sér þessar spurningar að vild, eða þar til fullnægjandi svör hafa fengist.
Og p.s. 26. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
fimmtudagur, október 09, 2008
Leiðin úr vandanum... :)
Baggalútur aldrei langt undan með lausnina...
Dallas-leiðin skoðuð
Þetta virkaði fyrir Bobby, af hverju ætti það ekki að virka fyrir okkur?
Felst lausnin í því að þjóðin vaknar öll upp við vondan draum árið 1991, þegar Steingrímur Hermannsson er enn forsætisráðherra – og heldur lífinu áfram þar sem frá var horfið.
Þannig mætti, fræðilega, koma í veg fyrir að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra og allt „færi í fokkings fljúgandi fokk,“ eins og sjúklega sætur ráðherra, sem ekki vildi láta nafns sín getið, orðaði það.
http://baggalutur.is/frettir.php?id=4295
Dallas-leiðin skoðuð
Þetta virkaði fyrir Bobby, af hverju ætti það ekki að virka fyrir okkur?
Ríkisstjórn Íslands skoðar það nú í fullri alvöru að fara hina svokölluðu „Dallas-leið“ til að bjarga efnahag landsins frá algeru hruni.
Felst lausnin í því að þjóðin vaknar öll upp við vondan draum árið 1991, þegar Steingrímur Hermannsson er enn forsætisráðherra – og heldur lífinu áfram þar sem frá var horfið.
Þannig mætti, fræðilega, koma í veg fyrir að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra og allt „færi í fokkings fljúgandi fokk,“ eins og sjúklega sætur ráðherra, sem ekki vildi láta nafns sín getið, orðaði það.
http://baggalutur.is/frettir.php?id=4295
miðvikudagur, október 08, 2008
Að sigra heiminn...
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið.
- Steinn Steinarr
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið.
- Steinn Steinarr
þriðjudagur, október 07, 2008
Þegar rennur upp fyrir manni ljós ...
Það hefur örugglega gerst að opinberir starfsmenn hafi gerst sekir um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Ég hef bara aldrei vitað af því. Það var því frekar eye-opening reynsla fyrir mig að horfa á Kastljósið í kvöld.
Ég man ekki eftir því í seinni tíð að hafa nokkurn tíma orðið svona reið. En þar sem það er örugglega ekki gott fyrir börn í móðurkviði þá hef ég ákveðið að róa mig aftur og fara bara með æðruleysisbænina.