mánudagur, október 31, 2005

Búúúúuúúúúúúin

með próf DAUÐANS !!
Aldrei verið svona á seinustu stundu á ævi minni, vakti í alla nótt (grínlaust sko) að rembast við að klára að skrifa um vöxt, jöfnuð og strúktúrbreytingar í Kína 6. og 7. áratugarins. Tár, bros og takkskór þegar ég í morgun (já eða bara hádeginu) setti punktinn við og þó ég sjái þessa ritgerð aldrei aftur þá er það of snemmt!
Þvílík hamingja, hélt upp á það með því að fara á kaffihús með einkasoninn og ömmu hans og afa sem nú eru í heimsókn. Nú taka við gloríus tveir frídagar þar til nýr kúrs byrjar á fimmtudaginn. GETTU hvort ég ætla fyrir þennna kúrs að lesa jafnt og þétt ??????
p.s. sá flotta peysu í H&M - hún verður keypt á morgun ÓJÁ!

laugardagur, október 29, 2005

Vottur af öfund

já ég verð bara að viðurkenna það að ég vildi bara mun fremur vera með foreldrum mínum á Costa Rica en að vera hérna í Sverige að rembast eins og rjúpan við - hvað er þessi rjúpa nákvæmlega að rembast við þarna við staurinn, hefur einhvern tíma einhvern tíma spáð í það? - þetta bjánalega próf sem ég er núna búin að ákveða að sé bara bjánalegt. Það er ekkert hægt að skrifa um efnahagslega sögu Kína frá 1200 - dagsins í dag á 5 blaðsíðum. Staðreynd sem sýnir sig best í því að aðalheimildin mín telur á 6 hundrað síður. HUNNNNNNDDDRAÐ sko!! Skil alveg að þeir vilji aðalatriðin bara en þetta er bara rugl. Annars er þetta síðasta færslan sem ég eigna þessu prófi. Ég lofa!! 10 fingur upp til Guðs eins og maður sagði alltaf í gamla daga. Það er bara svo fátt annað í gangi í lífi mínu á meðan ég er að þessu. And that my friends is the sad truth.

föstudagur, október 28, 2005

60 klst. til stefnu

þar til ég á að skila hallæris prófinu. Nú sit ég niðursokkinn í fyrstu fimm ára áætlun Maos formanns og velti fyrir mér hvort umbætur í landbúnaðarmálum hafi ekki í raun gert slæmt verra fyrir hina landlausu stétt öreiganna í sveitum landsins. Endilega kommentið ef þið hafið einhverja innsýn í málið.
Quote vikunnar (stolið af MSN-inu hans Árna bróður)
Be a good listener. Your ears will never get you in trouble.
Hafa sannari orð verið töluð?

Tveir fótleggir og annar með vaxi

Eitthvað rak mig til að fara að fjarlægja hárin af fótleggjunum á mér um daginn. Á Íslandi, eftir að hafa reynt allar mögulegar tegundir af heitu og köldu vaxi, læt ég það eftir mér að fara á snyrtistofu og borga fyrir að láta vaxa á mér lappirnar en fátæki námsmaðurinn lætur slíkt ekki eftir sér. Ég þrammaði í snyrtivörudeildina í H&M og keypti krukkuvax frá Veet og réðst í verkið og viti menn það tókst bara afbragðsvel. Fótleggirnir eins og barnsrass og ekki nema hálf krukkan búin. Frábært! Ég mælti mér mót við hana að sex viknum liðnum og reiknaði í huganum allar flíkurnar sem ég gat keypt mér fyrir 'gróðann' af því að hafa ekki þurft að fara á snyrtistofuna.
NEMA HVAÐ
6 vikum síðar
Mér datt í hug að fara að vesenast við að vaxa á mér fótleggina morgun einn áður en ég átti að mæta í skólann (sem var NB kl. 13). Sama rútínan og síðast, hita vaxið, klístra því á fótlegginn, leggja tauklútinn, rífa upp í öfuga átt við hárvöxtinn - ÁÁÁÁÁÁÁIIIII - alltaf er fyrsta ræman jafnsársaukafull. HAAAAA ekkert gerðist, leit á klútinn og aftur á fótlegginn á mér. Fleiri hár á fótleggnum en í klútnum. Hvaða rugl er þetta? Reyndi aftur, gekk betur en samt ekki vel.
75 mín. síðar
Með herkjum búin með annan fótlegginn, þó ekki vel. Hann leit soldið svona út eins og efrivörin á hispanic ungmennum sem eru að reyna að safna skeggi. Eitt og eitt hár hér og þar. F*** og ég sem átti að mæta í skólann eftir 20 mín. - hugljómun - skelli bara háreyðingarkremi á hinn fótlegginn, 6 mín. og málið leyst. Gerði það og fór í skólann.
6 vikum síðar
Sit hérna með annan fótlegginn nánast hárlausan og silkimjúkan og hinn loðinn og hrjúfan. Lifandi sönnun þess að vax virkar betur en háreyðingarkrem.
Munið það nú stúlkur mínar.
Góðar stundir !

þriðjudagur, október 25, 2005

Rigning með STÓRU R-i

ó mæ god! Það var grenjandi rigning hérna í Lundi í morgun þegar við Egill fórum á fætur. Auðvitað sváfum við lengur en við 'máttum' og vorum á spani að taka okkur til. Ekki í fyrsta sinn svosem nema í dag átti ég 'stefnumót' við ungan mann niðri í bæ kl. 9 og þess vegna var þetta afar vondur dagur til að vera seinn á fætur. Ég henti barninu (almost literally) á leikskólann og dreif mig út á hjólið. Kannski ekki það skynsamlegasta í stöðunni. Ég var nú ekki að hjóla langt en þegar ég kom á áfangastað var ég svo rennandi vot að það hefði auðveldlega mátt halda að ég hefði farið í sturtu í fötunum. Það lak af gallabuxunum mínum, oooh það er einmitt svo kósí að vera í blautum gallabuxum!! og ég var orðin soðin á puttunum í gegnum vettlingana.
Stefnumótið, svo ég útskýri það fyrir þeim sem gætu haldið að ég væri að hössla hérna í Sverige, var sumsé við ungan mastersnema í sálfræði sem tók viðtal við mig og lét mig taka tvö persónuleikapróf sem hluta af ritgerðinni sinni. Ég fæ svo eftir ca. hálfan mánuð greiningu á 'mér' og hvernig ég 'er'. Spennó. Þetta var bara voða gaman. Annað prófið var svona að skoða horfa á myndir og segja söguna á bakvið myndina. Dáldið fyndið. Voðalegt drama í öllu hjá mér (djí I wonder why)
Próf dauðans gengur svona tjaa það gengur skulum við bara segja. En vÁ hlakka ég til á mánudaginn!

Áfram konur

Til hamingju með daginn konur! Mikið öfunda ég þær sem gátu bara lagt niður störf í dag og farið í bæinn. Öfunda er kannski ekki rétta orðið, eða jú ég öfunda þær. Stelpurnar hérna í Lundi lögðu niður húsmóðurstörf og fóru út að borða í tilefni dagsins. Samviskupúkinn steinrotaði kæruleysispúkann sem að öllu jöfnu hefur yfirhöndina í lífi mínu svo ég sat heima, át afgangsgrænmeti úr ískápnum með smá pasta og teskeið af því sem bara getur kallast mjög vafasamt pestó og hellti mér svo á fullt í það sem hér eftir verður minnst sem prófs DAUÐANS!
Hefur ykkur einhvern tíma langað til að grenja úr 'frústrasjón' yfir svona verkefni?

sunnudagur, október 23, 2005

Kóngsins Köbenhavn

Fór með Maju skvísu til Köben í dag. Ljúft líf. Æi þetta var einn af þessum góðu dögum þegar maður nýtur þess bara að vera til og þarf ekki að hafa raunverulegar áhyggjur af neinu. Sólin skein á okkur svona nokkurn veginn og ekkert stress. Eiginlega sem betur fer var allt lokað á Strikinu svo við gátum ekki verslað neitt. Sátum bara á kaffihúsi og kjöftuðum um allt og ekkert, lífið og tilveruna. Hittum svo Guðnýju frænku hennar Maju og fórum og drukkum einn bjór áður en við fórum á uppáhalds indverska staðinn minn í Köbe, Bombay. Ég er ekki mjög ævintýragjörn í veitingastaðavali. Fer alltaf á sama staðinn :-/ Æi if it ain't broken why fix it? (Takk Beta honní sem kynnti mig fyrir honum fyrir næstum því 3 árum) Fyndið hvernig sumt fólk hefur svo þægilega nærveru að það er ekkert mál að kjafta við það þó maður hafi nánast aldrei hitt það áður. Guðný er einmitt svoleiðis manneskja. Dííí það sem við þrjár gátum kjaftað í dag. Takk kærlega fyrir daginn frænkur. Skemmti mér konunglega.

p.s. ein mynd af mér á Ráðhústorginu.

handlagni?

Ég keypti mér forláta 'jólakrans' í IKEA um daginn, kringlóttur úr svona glærri jólaseríu eiginlega, (æi eiga ekki allir svona? Búið að vera til í nokkur jól) altjént. Kransinn átti sumsé að hengjast upp í stofunni sem loftljós og til þess fylgdu meira að segja þar til gerðir krókar. Nú það er skemmst frá því að segja að ég fór í Åhléns og keypti deili eða tengi eða eitthvað í þá áttina til að tengja ófétis kransinn við hingar svo mjög hentugu ljósaklær sem Svíarnir nota til að tengja hjá sér loftljósin. Sat agalega handlaginn og myndarleg við að klippa og tengja, skrúfa og síðan hengja herlegheitin í loftið hjá mér. PÚFF ! Svartamyrkur. Sló út. Ég mundi skyndilega að ég er ekki rafvirki og staulaðist fram á gang til (að ég hélt sko) slá inn rafmagninu. En nei nei við mér blasti taflan hans Edisons frá sokkabandsárum rafmagnsins. Einhvað hallæris skrúfgangsöryggi sem var þokkaleg sprungið. Nettur sviti þegar ég áttaði mig á því að ég hefði nú sennilega bara getað farið mun verr út úr þessu fikti mínu. Átti auðvitað ekkert aukaöryggi svo ég varð að velja á milli þess munaðar að horfa á sjónvarpið eða pissa í björtu. Taldi skrefin frá hurðinni að klósettskálinni og lagði töluna á minnið áður en ég fórnaði ljósinu á baðinu fyrir rafmagn á stofuna. Meira ruglið. Don't try this at home kids!

laugardagur, október 22, 2005

áhættusækni og smáborgaraháttur

Gerðist áhættusækin í eitthvert fyrsta skipti á ævinni. Hún fólst í því að fara í klippingu og strípur hérna í Svíþjóð. Svíar eru að vísu með mjög flott hár svona yfir höfuð (excuse the pun) en málið er að ég er ekki með sænskan hár-orðaforða SEM að er mjög mikilvægt ef maður ætlar ekki að eiga á hættu að koma út með mullet eða það sem Svíar kalla 'business in the front, party in the back'. En sumsé, ég held ég hafi nú bara komist nokkuð vel frá þessu og hárið á mér er amk ekki grænt eða fjólublátt.
Annars fór ég í skólann í dag og hitti nokkra bekkjarfélaga mína og smáborgaralegt eins og það kann að hljóma þá var ég ótrúlega fegin að heyra að allir voru í sama ruglinu og ég þegar kom að þessari hallæris prófspurningu eitt. Fólk var jafnvel að láta hafa það eftir sér að þetta væri mest krefjandi og margslungasta spurning sem það hefði nokkurn tíma fengist við á sínum háskólaferli. Sterk orð en í gær leið mér nú samt eins og þau færu ansi nálægt sannleikanum. Samt sit ég hérna á föstudagskvöldi og er ekki búin að gera neitt í þessum málum síðan í hádeginu og ætla í kæruleysi að taka mér frí á morgun til að vera með MajBritt og einkasyninum og englabossanum honum Agli Orra sætalíusi.
æi stundum þarf maður bara að eiga frí.
Hún Hanný vinkona mín á afmæli í dag - innilegar hamingjuóskir snúllan mín. !!

fimmtudagur, október 20, 2005

Heilaverkur

ég held ég sé að brenna yfir. Heilinn á mér þolir ekki meiri staðreyndir. Jafnvel þetta séu mismunandi útfærslur á nokkurn veginn sama efninu þá er ég orðin alveg ringluð. Því meira sem ég les því minna veit ég - ekki mjög tilfinning.
Æi kannist þið ekki við þessa hugsun, ég meina ég VEIT að þann 31. október verð ég búin með þetta próf, það er engin hætta á öðru. Skilst samt að til þess að það geti gerst þá verði ég raunverulega að setjast niður og skrifa þetta #%"O%"# prófið en ég bara get ekki formúlerað þetta svo þetta verði skiljanlegt. Það sem hræðir mig nett þar að auki er að ég er búin með viku af tilsettum tíma og ég er ekki einu sinni búin með fyrstu spurninguna og á eftir að lesa (nánast) allt fyrir spurningu 2 og 3 + að skrifa svörin. Baaaaaaaaaaaaaaah ég er að bilast

bilast

bilast

bilast ......



Friends quote vikunnar:
Joey: You guys have to be at the next table in case I, you know, start to say something stupid. Ross: Just now, or all the time? Because we have jobs you know.

miðvikudagur, október 19, 2005

Austur asíska undrið

ég ét, sef og pissa austur asískar undrinu þessa dagana. Vá hvað það er hægt að skrifa mikið um suma hluti. Mér telst til að ég sé búin að lesa ca. 2/3 af lesefninu og er orðin alveg ringluð. Fo** hvað ég er í ruglinu með þessa ritgerð.
Anyway, dreif mig á bóksafnið í morgun og braut höfundarréttarlög og ljósritaði helling úr bókunum sem hvergi fást hvort sem er. Verst að það er ekki nóg, maður þarf víst actually líka að lesa þetta efni allt saman. Þetta er líklega eins og með öll 'bodyfirming' kremin sem ég á inni á baði, skrítið hvernig þau virka ekki nema að ég beri þau á mig. Erfitt fyrir okkur letingjana.
Eftir að mér höfðu fallist hendur niðrá bókasafni ákvað ég að tíma mínum og geðheilsu væri betur varið í ræktinni svo ég hentist þangað og hljóp eins og 5 km og gerði slatta af magaæfingum. Verðlaunaði mig með baguette samloku m/ geitaosti og parmaskinku á Carli Werner. Það hefur nú þurft ríflega heila geit til að búa til þessa samloku. Skil ekki hvernig Svíar geta verið svona grönn þjóð miðað við skammtastærðirnar hérna og sykurinnihaldið í ... jaaa öllu.

laugardagur, október 15, 2005

Prófskrekkur

Kúrsinn; búinn

Prófspurningar; 3

Úrlausnin; 12 síður A4, Times New Roman 12 pt, 1.5 línubil

Lesefnið; 2500 síður

Skiladagur; 31. október



...... Sjitt !

miðvikudagur, október 12, 2005

Feedback

Jæja þá er maður búin að fara fyrir stóradóm og lifði af. Með sóma held ég bara, kennararnir voru bara ánægðir með vinnuna okkar í þessum kúrsi sem senn lýkur. Við vorum ekki "great" en við vorum sannarlega "very good" eins og þeir sögðu. Hey I'll take 'very good' any day of the week eins og maður segir. Nú eru sumsé bara tveir fyrirlestrar eftir og svo lokapróf sem er í formi heimaverkefnis. Mar rúllar því nú upp. Bara Ctrl + steypa og málið dautt.

Fór í bæinn í dag, hitti Völu, Hildi, Gunnhildi og Bryndísi í miðvikudagsmat á Carl Werner - át eitthvað sem líktist ekkert hamborgara og spókaði mig svo í bænum og eyddi af framfærslufé heimilisins í hinn ýmsa óþarfa ss. nýtt belti í Ginu Tricot og púður og hreinsimjólk í H&M. Klæddi mig eins og venjulega allt of mikið og var farin að tína af mér spjarirnar í síðdegissólinni. Þeir segja að meðalhiti í Lundi sem af er október sé hærri en í ágústmánuði - staðhæfing sem ég tek með fyrirvara. Ég man alveg hvernig ágúst var - dásemdin ein.

Lét eftir mér að elda engan kvöldmat en dró Völu með mér í svaðið og við fórum og keyptum okkur Thailenskan mat niðrí í bæ, okkur fannst sumsé minni fyrirhöfn að klæða og dröslast með þrjá krakka með okkur á matsölustað (take-out að vísu) niðrí bæ en að elda eitthvað heima hjá okkur. Skynsamlegt!

En kvöldið er ungt og M.G. Quibria's 'Growth and Poverty: Lessons from the East Asian Miracle revisited bíður.

Bon nuit mes amis :-)

þriðjudagur, október 11, 2005

Skrítnir Svíar og gamalt fólk

Drullaðist út á heilsugæslustöð á "Fällanum" í morgun, ekki búið að taka mig nema 3 vikur. Ætlaði í sakleysi mínu að panta tíma hjá lækni til að fá menntaðar getgátur (e. educated guess) um það sem gæti verið að hrjá mig og valda þessari endalausu þreytu/kulda/svimaköstum. En nei nei konan í afgreiðslunni horfði á mig eins og geimveru (ekki í fyrsta sinn í þessu landi sem ég fæ svoleiðis viðbrögð við því sem ég tel vera ósköp eðlilega spurningu) þegar ég sagðist vera komin til að panta tíma.
"EN EN þú getur ekki gert það á staðnum" gaggaði hún á mig.
"Nú?" sagði ég hvumsa (fyndið orð hvumsa, held ég hafi aldrei notað það áður)
"Nei nei, þú getur bara gert það í gegnum síma" sagði sloppklædda konan með þjósti.
"En ég er nú komin hingað, get ég ekki bara gert það snöggvast?" spurði ég með bjartsýni þess sem hefur augljóslega ekki nema tveggja mánaða reynslu í að díla við sænska skrifræðisveldið.
"Nei þá geturðu bara tekið númer og verður að bíða í sömu röð og þeir sem eiga þegar pantað og það eru MJÖG margir sem eiga pantað í dag" sagði hún ákveðið og vildi mjög greinilega ekki að ég fengi mér sæti og biði.
Ég var farin að halda að þetta væri systir konunnar á pósthúsinu forðum daga. Ég hundskaðist út og labbaði heim með hjólið í eftirdragi því einhver (örugglega þriðja systirin) hafði rekist í hjólið mitt og náð að kippa keðjunni af tannhjólinu. Grrrr. Meira vesenið. Í þöglu mótmælaskyni hef ég ekki ennþá hringt í heilsugæsluna sem er vitaskuld mjög óskynsamlegt. Kannski sérstaklega í ljósi þess að ég sit í ullarpeysu með teppi vafið utan um mig meðan ég skrifa þessi orð og er samt eiginlega ekkert sérstaklega hlýtt.
Altjént þegar heim kom ætlaði ég að kasta mér upp í sófa til að sjá hvað væri að gerast í Days of our Lives en nei nei þá komst ég fljótlega að því að það var rafmagnslaust (sem hafði verið samviskusamlega tilkynnt með viku fyrirvara að vísu) svo ég ákvað að drífa mig í búðina að versla. Willy's er í flesta stað alveg ótrúlega sniðug búð, ódýr og með prýðisvöruúrval. En það er alveg sama á hvaða tíma sólarhrings maður fer þangað, það eru alltaf amk 7 manns á undan manni í röð. Nema hvað, ég verslaði og fór í röðina. Þar sem ég stóð og beið langaði mig óskaplega í súkkulaði sem er bara í nammihillunni við kassa nr. 2 og ég var á kassa 7. Ég skildi körfuna eftir og hljóp eftir súkklaðinu. Þegar ég kom aftur stóð gamall kall fyrir framan körfuna mína (hafði ekki verið þar þegar ég fór) og tuðaði við konuna sína um fólk sem svindlaði sér í röðina. Þegar hann sá mig þá snéri hann sér að mér og las mér pistilinn um að þetta væri ekki leyfilegt, maður ætti að taka körfuna með sér. Mig langaði rosalega til að segja honum hvar hann gæti troðið körfunni minni ef hann hætti ekki að röfla en ég hélt í mér og brosti mínu blíðasta og sagði "já einmitt, alveg rétt ábending hjá þér". Það þaggaði niður í honum ótrúlegt en satt. Ég sór þess eið í laumi að verða ekki svona þegar ég verð gömul kelling, tuðari fram í fingurgóma!

sunnudagur, október 09, 2005

Akkurru?

Hvað er málið með það að 'allar' amerískar gamanþáttaseríur í seinni tíð skarta ótrúlega sætum og klárum konum sem eru dedicated mæður barna og eiginkonur karlmanna sem eiga það sameiginlegt að vera upp til hópa ýmist feitir, metnaðarlausir, illa launaðir, illa hirtir, plain lúðar eða barnalegar karlrembur? Nei ég meina spáum aðeins í þetta.
Everybody loves Raymond
According to Jim
King of Queens
Yes Dear etc.
Allir þessir menn eiga konur sem eru ótrúlega sætar, góðar og klárar. HVAÐ ER ÞAÐ? Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt af nálinni man ekki betur en að t.d. Seinfeld og félagi hans George Costanza hafi bara verið að deita fokking súpermódel og sorry en get real people!
OK OK rólegan æsing segir eflaust einhver, en ég VEIT að þetta er Hollywood sem á ekkert skylt við raunveruleikann (apparantly eru þeir nú bara alveg hættir að reyna einu sinni). Ég er meira að segja reiðubúin að fallast á það að vonlausir karlmenn eigi líka skilið ást góðra kvenna. en HVAR eru þá samskonar þættir sem skarta í aðalKVENhlutverkum ljótum, feitum, illa snyrtum, metnaðarlausum sóðum sem eiga samt GORGEOUS eiginmenn sem 'elska þær bara eins og þær eru'?


Svar óskast.

Eitt Friends quote til að hressa mig við.... he he

Terry: Rachel, sweetheart, it's not that your friend is bad. It is that she is so bad that she makes me want to jam my finger in my eye, reach into my brain and swirl it around!

p.s. Inga systir mín 'the globetrotter' hefur bæst á listann yfir áhugaverða bloggara. Tjékkið á því hér til hliðar. :-)

laugardagur, október 08, 2005

Ofát

Stundum er maginn á mér botnlaus, eins og t.d. í dag. Það er æi nei kannski ekki búin að borða eitthvað agalega mikið en í svona nartstuði. Ég nenni reyndar ekki að hafa áhyggjur eða móral yfir því, veit þetta gengur yfir og það er mannskemmandi að hafa of miklar áhyggjur af því sem maður lætur ofan í sig (það er að segja ef maður er ekki a la American obese á ég við). En sumsé akkúrat núna er ég þess vegna að fá mér nokkrar fílakaramellur (eða náskylt fyrirbæri) og 'dæjara' yfir sjónvarpinu. Nammi namm.
Soldið fyndið (svo við snúum okkur að öðru) hvað myndir sem manni fannst ótrúlega fyndnar/góðar/skemmtilegar þegar maður var 'lítill' geta verið hörmulegar þegar maður horfir á þær c.a. 15-20 árum seinna. Núna er ég til dæmis að horfa á þá frómu mynd Police Academy 4 (JÁ as in FJÖGUR!!) og vá hvað þetta eru fyrirsjáanlegir brandarar. HEY þarna er David Spade, bff (before fame). OG Sharon Stone having a seriously bad hairday - Anyway, man alltaf glögglega þegar mér urðu á þau mistök að horfa aftur á Flashdance fyrir nokkrum árum, W O W hvað sú mynd er beinlínis sársaukafull áhorfs. Sumt er bara, eins og sítt að aftan og lakkríshálsbindi, betra í minningunni and should just be allowed to stay there!!!!!

föstudagur, október 07, 2005

T(hank) G(od) I(t's) F(riday)

Annar dásamlegur haustdagur í Lundi, úff hvað það þarf eitthvað lítið til að gera mig hamingjusama. Þessi var að vísu xtra góður fyrir að vera líka föstudagur. Heeeeeeeeil helgi framundan og þar sem verkefnahlutanum í þessu námskeiði er lokið þá get ég samviskulaust lesið ekki neitt um helgina og bara gert það sem mig langar til. How sweet it is.
Hjólaði niðrí bæ áður en ég mætti í skólann og náði því að fá mér heimasíma sem ég er búin að vera á leiðinni að gera síðustu 2 mánuðina. Fékk þetta líka fína númer - næstum því ammmælisdaginn minn. Svo var gaurinn í Telia búðinni soldið kjút og daðraði soldið við mig, sem var gaman.... :) tíhí (hey! sagði ykkur að það þyrfti lítið til að gleðja mig).
Annars er (sm)Alzheimerinn seriously farin að hafa áhrif á daglegt líf mitt, ég vaknaði kl. 06:45 í morgun og dröslaði ca. 17 kg. af óhreinum þvotti niður í þvottahús til að komast að því að ég á tíma kl. 7 í FYRRAMÁLIÐ. GRRRRRRRREAT! Þetta sem var svo útpælt hjá mér, kannski ef ég hefði munað að það eru bara ÞRJÁTÍU dagar í septembermánuði þá væri ég ekki núna að þurfa að vakna á þessum ókristilega tíma á laugardegi!!!
Já meðan ég man (sem af ofangreindu má sjá að eru stórtíðindi í sjálfu sér) þá langar mig að þakka þeim Beggu, Oddnýju, Stínu og Ásu fyrir e-mailin. Þau glöddu mig óumsegjanlega mikið stelpur, þau komu akkúrat þegar ég var farin að halda að ég væri öllum gleymd hérna í Sverige. Takk aftur.
Já svo vil ég líka nota tækifærið og bjóða hann Árna "litla" bróðir minn velkominn í bloggheiminn. Endilega kíkið á bloggið hans. He is available girls!!!
Friend's quote vikunnar:
Rachel: Wha... married?
Ross: Well, yeah, I think we should get married!
Rachel: What? Because that's your answer to everything?

fimmtudagur, október 06, 2005

Saumó

Nammi namm fór í saumaklúbb hjá Bryndísi í gær. ÚFF þvílíkar veitingar, Daim-ostakakan var að koma ferlega sterk inn. Takk fyrir mig Bryndís og stelpur fyrir skemmtilegar umræður. Það var metmæting, ég, Vala, Hildur, Ása, Billa, Bryndís, Sigga, Katrín, Gunnhildur, Birna, Kristín og Sigga (II).
Annars mest lítið að frétta í rauninni. Skiluðum síðasta verkefninu (fyrir utan loka auddað) í fyrsta kúrsinum í gær. Þokkalega ánægð með hópinn minn, við unnum vel saman. En það kemur líklega í ljós í alvörunni á miðvikudaginn þegar við förum í svona evaluation fund með kennurunum þar sem farið verður yfir verkefnin okkar.
(að dreeeeeeeeeeeeepast úr harðsperrum ennþá, fór í móður allra eróbikktíma í gær)
En vá það er kominn föstudagur (eða close enough) og helgin á að vera rosanæs, upp undir 20 stiga hiti. Kannski við Egill Orri leggjumst í smá flakk ef stemmari er fyrir því. Kannski heimsækjum Ástu og Begga + strákana í Köben, ooh well sjáum til.
Sjitt hvað ég er andlaus eitthvað, mér dettur nákvæmlega ekkert í hug til að skrifa um í dag. Er þá ekki bara betra að sleppa því? Jú annars sé mig knúna til að verjast ósanngjarnri gagnrýni á sjónvarpsdagskrána hérna í Sverige. Hún er nú þrátt fyrir allt ágæt, bara ekki á daginn (þegar ég á að vera að lesa en er samt með kveikt á sjónvarpinu, þá koma alls konar gullmolar á skjáinn)

p.s. fullt af nýjum myndum af skólanum mínum, leikskólanum Egils Orra og nokkrar af hverfinu okkar. Haustið hérna er bara yndislegt sko. Tjékk it out!

miðvikudagur, október 05, 2005

Kóræfing

Fór á fyrstu kóræfingu á ævinni í gær, það er nefnilega Íslendingakór hérna í Lundi. Fannst ég menningarsnautt svín þegar ég hafði aldrei heyrt um þessi lög sem við vorum að syngja en það kom ekki að sök, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt er það ekki?
Þetta var bara voðalega gaman, held ég mæti jafnvel aftur, mér var amk ekki bannað að gera það svo þetta getur ekki hafa verið mjög hræðilegt hjá mér.
Geeeeeeeeeeeiiisp, ég skil þetta ekki, ég er alltaf svo þreytt. Nei ég meina seriously fáránlega þreytt OG syfjuð, gæti sofið endalaust. Held ég þurfi eitthvað að fara að láta mæla í mér blóðið. Kannski vantar mig bara járn - borða meira 'dead animal meat' or something.
Úff með harðsperrur í afturendanum, ofsalega dugleg að gera rassæfingar í gær og gleymdi að fokking teygja.
Talaði annars við hana Agnesi sætu bumbulínu á Skype í gærkvöldi. Ok ég veit ég er hundrað árum á eftir en þetta er snilldargræja, rosalega fín gæði og kostar ekki krónu sem er gott fyrir blanka námsmanninn. Gaman að heyra í Agnesi og frábært að heyra að þeim líður svona vel í Háagerðinu mínu. Þetta hverfi er náttúrlega frábært, what's not to like? :)
Annars er það helst í fréttum að sænsk yfirvöld hafa fallist á að barnið mitt sé í raun ekki eingetið og hafa fundið plögg þess efnis að hann eigi í raun kynföður heima á Íslandi. Sjitt - þar fóru mínar 15 mín. af yfirvofandi frægð fyrir lítið. En ég fæ þá kannski bara jafnvel barnabætur í staðinn, get keypt eitthvað fallegt á barnið fyrir þær. Æi hann var svo leiður í morgun elsku litli kallinn minn. Grét bara og grét, fannst ég versta mamma í heima þegar ég varð að skilja hann eftir í leikskólanum. Snökt snökt. Hann saknar pabba síns voðalega mikið, en það lagast vonandi þegar hann kemur í heimsókn til hans bráðlega.
p.s. HVAÐ er málið með hárið á Ridge í Bold & the Beautiful? Í alvörunni, hann lætur Trump líta vel út - TRAGIC!!

mánudagur, október 03, 2005

Þyngdaraflið

"ekkert lyfta neitt of hátt, bara upp að brjóstunum" sagði eróbikk-kennarinn í morgun og átti við stöngina sem við vorum með. Ekkert of hátt! Hvað með okkur sem þurfum að girða brjóstin ofan í buxnastrenginn? Er það þá ekki fullstutt lyfta?
Ef einhver er spenntur að vita hvað er að gerast í Falcon Crest ca. 1982 þá voru Cole og "what's his name" pabbi hans að keyra heim eftir að hafa loksins náð í Mr. Fong sem hefur ómetanlegar upplýsingar um morðingja föður Melissu en sáu þá bíl sem hafði oltið út af veginum og það var ...bíllinn hennar Juliu. Bíllinn sprakk í tætlur og þannig endaði þátturinn. Speeeeeeeennnnnnó!
Nöldr vikunnar fær sænska póstþjónustan fyrir að finnast engin þörf á að selja pappakassa á póstafgreiðslustöðum
Ekkert endilega hrifin af þáttunum en get ekki annað en elskað mömmuna í "Everybody loves Raymond" hún er bara æðisleg.

sunnudagur, október 02, 2005

Sunnudagsmorgun

Ooooh ég elska svona sunnudaga þar sem maður þarf ekkert að gera (sem er að vísu ekki satt þar sem ég ætti að vera að læra) nema bara vera til. Ég vaknaði að vísu snemma í morgun og bakaði brauð og kanilsnúða þar sem ég var búin að bjóða fólki í brunch. Kannski til þeir sem fyndist það vera kvöð en mér finnst fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða svo mér fannst þetta bara gaman. Gestirnir voru Katrín & Reynir + Leó Ernir sonur þeirra og svo Vala & Hörður + Tómas og Ísabella börnin þeirra. Þetta var bara rosa vel heppnað held ég mér sé óhætt að segja. Góður matur og góður félagsskapur, hvað er betra? Svo kom sólin út og æi þetta er bara búinn að vera svona ekta sögubókarsunnudagur. Þarf samt að halda vel á spöðunum og læra í kvöld svo ofvirku hópfélagarnir mínir verði ekki fyrir vonbrigðum.
En nú ætla ég að drullast í ræktina og reyna að brenna einhverju af kræsingum morgunsins....

laugardagur, október 01, 2005

Róleg helgi

Í fyrsta lagi til hamingju með afmælið Hafrún Rakel sem er þriggja ára í dag. Pakkinn fer í póst á mánudag.
Annars er þetta nú bara fyrsta helgin í 3 vikur sem við Egill Orri erum heima hjá okkur. Mikið rosalega er það nú næs. Ætti auðvitað að vera að læra og ætlaði að læra í dag en allt í einu out of nowhere I didn't. Fór frekar í bæinn í rigningunni og keypti afmælispakka og kuldaskó á Egil Orra. Eyða eyða, gerði reifarakaup í IKEA í gær, hægindastól á 295.- SEK. Ekki slæmt það, keypti líka þennan forláta leðurskrifborðsstól sem ég sit í núna. Geri fastlega ráð fyrir því að framleiðni mín við lesturinn eigi eftir að rjúka upp eftir þessi kaup. Svo ef manni drephrútleiðist þá má alltaf leika sér við að snúa sér í hringi á stólnum þar til manni verður óglatt. Tína má gull úr grjóti .......oj æðisleg Pollýanna eitthvað.
Annars er mest lítið að frétta, en engar fréttir eru yfirleitt góðar fréttir ekki satt? Er að spá í að opna eina ískalda diet kók og fara að glápa á imbann.
Góðar stundir börnin mín
p.s. komnar inn nýjar myndir af íbúðinni, tjékk it out hérna.
Free counter and web stats