þriðjudagur, nóvember 29, 2005
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Barnaland.is
Af einhverjum (já óskiljanlegum) ástæðum hef ég undanfarin kvöld verið 'húkked' inni á barnalandssíðum. Byrjaði á því að skoða hjá fólki sem ég þekkti og leiddist þaðan inn á síður hjá bláókunnugu fólki. Nema hvað mér blöskrar svo hvað fólki getur dottið í hug að skíra vesalings börnin sín. Nú er það í sjálfu sér mjög persónulegt - að gefni barni nafn - og auðvitað kemur mér þetta ekki nokkurn skapaðan hlut við og allt það en hérna er engu að síður listi yfir þau nöfn sem ég rakst á og fannst .... tjaa skrítin skulum við bara segja.
Alba Mist
Magnús Engill
Tara Tíbrá
Angelíka Sól
Sóldís Eyja
Aþena Mist
Sabrína Ísrún
Garpur Loki
Hildisif
Anastasía
Goði Gnýr
Talía Fönn
Malín Mist
Máney Dís
Hektor
Húni Ingólfur
Hmmm nú er bara að vona að ég þekki nú ekki foreldra þessara barna..... Nei, ég held nú tæplega.
laugardagur, nóvember 26, 2005
Bad things - Good people
Stundum fæ ég á tilfinninguna að svona komi BARA FYRIR MIG. Fór í IKEA í dag, í jólageðveikinni, bílastæðið var sko fullt, yep all 2000 of them! Anyway, dreif mig með barnið í boltalandið, beið í 20 mín þar til kom að Agli. Inn í geðveikina, allir að kaupa jóladót, þar á meðal ég. Fer á kassann, ca. 20 manns á undan mér. Bíð þolinmóð eða eitthvað í ætt við það. Set vörurnar á beltið, 836,- SEK takk segir konan. Opna töskuna, ná í veskið, leita, panikka, ekkert veski. Finn gremjuna í manninum fyrir aftan mig vaxa. Aaah þarna er Katrín, hún beilar mig út. ÚPPS synjun á kortið hennar, djö... neyðumst til að skilja vörurnar eftir og sækja á morgun. [gremj] [gremj]
föstudagur, nóvember 25, 2005
Let it snow, let it snow, let it snow
Fyrsti snjórinn kominn í Lundi þetta árið. Ekki að það sé eitthvað upphaf að einhverjum rosavetri. Það eru nú yfirleitt ekki mikil snjóþyngsli hérna, en þetta var voðalega notalegt. Ekki laust við að soldil svona jólastemmning sé komin í mann fyrir vikið.
Annars var ég lúði dauðans í dag þegar ég datt af hjólinu mínu, segi ekki á fullri ferð en samt nóg til þess að ég sé með þriðja hnéð, blátt, rautt og blóðugt = S E X Ý
Ætla að skutla Völu og Herði + börnum á Kastrup á morgun og fæ svo bílaleigubílinn yfir restina af helginni. Góður díll, ætla í Nova að versla jólagjafir. Klúbbmeðlimahelgi í H&M klúbbnum, ekki verra þar sem ég ætla einmitt að splæsa á mig gallabuxum í leiðinni.
Jæja garago, er með piparkökur í ofninum.
p.s. DJÖ.... er Madonna flott - hún er fokking fimmtug (eða hér um bil) and the woman's got an ass that won't quit. PANT vera svona um fimmtugt ..... hey það má láta sig dreyma!
p.p.s JAAAAAAAAÁ ég var næstum búin að gleyma aðalfréttunum! Ég fékk hæstu einkunn fyrir próf dauðans frá því um daginn! VÁ þvílík hamingja, ÞVÍLÍK hamingja :) :) :) :) :)
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Alltaf á síðustu stundu
Hvaða tendens er þetta til að vera alltaf að gera allt á síðustu stundu? Núna á ég til dæmis að skila ritgerð á morgun sem ég hefði svooooooooo geta verið búin með en nei, ég er búin að vera að draga á langinn að skrifa hana í 3 heila daga sem þýðir að ég VERÐ að skrifa hana í kvöld/nótt. Reyndar búin að komast að því að ég er þvílík B-manneskja þegar kemur að ....jaaaa basically öllu, en sérstaklega lærdómi. Kemst aldrei almennilega í gang fyrr en í fyrsta lagi 11 á kvöldin ....... HVAÐ ER ÞAÐ?
En sumsé, mest lítið að frétta, bara rigning og kuldi hérna í Sverige. Hjálpaði Völu og Herði að setja í gáminn í gærmorgun, ásamt mörgum fleirum. Mestu reynsluboltarnir voru að hjálpa til við 12 eða 13 flutningana. Maður hlýtur að verða gámaröðunarmeistari áður en yfir lýkur. Finnst annars agalegt að þau séu að fara, svo þægilegt og skemmtilegt fólk með yndisleg börn. Held þeim finnist það sjálfum hálfskrýtið þó auðvitað sé líka ljúft að sjá fram á að vera actually með tekjur. Hmmm að hafa tekjur, hvernig var það aftur?
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
HA! ég? sveimhuga?
ég held seriously að það sé eitthvað að mér. Suma daga (fleiri en færri) GET ég bara ekki fest hugann við það sem ég á að vera að gera. Ég er fáránlega sveimhuga (veit ekki alveg hvort það er orð, finnst eins og ég hafi heyrt það en er ekki viss. Ef það er ekki til þá ætti það amk að vera til og er þá hér með framlag mitt til þróunar íslenskrar tungu) og veð sífellt úr einu í annað. Eins og til dæmis í dag. Ég Á að vera að skrifa ritgerð um tengsl alþjóðavæðingar og þróunar frjálslynds lýðræðis í SA-Asíu. En einhvern veginn er ég not so much að því sko. Síðan ég settist niður kl. 09:15, og það var btw SVOOO mikið átak að fara ekki bara aftur að sofa, þá er ég búin að:
* spjalla við Gerðu á MSN
* fara út með ruslið
* prenta út glósurnar mínar, til að þurfa ekki að lesa af skjánum
* spjalla við Bárð á MSN
* lesa MBL.is
* kíkja á heimasíðu Bifrastar og á Bifrastarpóstinn minn
* fara niður í þvottahús til að athuga hvort einhver skrópaði í þvottatímann sinn (sko af því að þá ætlaði ég að nota hann, ekki af því að ég sé einhver þvottahúslögga eða sérstakur áhugamaður um þvottahegðun nágranna minna)
* taka út úr frysti fyrir kvöldmatinn
* láta mig langa ótrúlega í bland í poka úr Willy's en ekki lagt í að fara út í kuldann að sækja mér það (ágætt þegar ein höfuðsynd slær aðra út! þ.e. ég er latari en ég er gráðug)
* blogga á síðuna hans Egils
* blogga á síðuna mína
Samt er mér ekki alls varnað, ég er þó búin að opna WORD og skíra skjalið, gera header og footer og byrja á innganginum. Það hlýtur nú að teljast þó nokkuð ekki satt?
Friends quote vikunnar (I don't mind admitting, it hits close to home this one)
Monica: Guess what I'm thinking?
Pheobe: Hmm, Oh! You are thinking how it is so long since you've had sex, you're wondering if they've changed it!
Monica: NO! Although now that's what I'm thinking.
mánudagur, nóvember 21, 2005
Kuldaboli
Ég hef komist að því að ég er óeðlilega mikil kuldaskræfa. Í dag var ég í hlýrabol, skyrtu, þykkri peysu, goretex úlpu með innbyggðri flíspeysu, stígvélum, flísklæddum vettlingum og með húfu og þegar ég kom niðrí skóla var mér svo kalt að mér var líkamlega illt. Er þetta normal? Held einhvern veginn ekki sko!
Kannski þess vegna sem ég ét allt sem hönd á festir. Seriously borða endalaust. Piparkökur eru nýjustu mistökin í matarkörfunni. Hrikalega eru þær góðar ... Mmmm með kaldri mjólk.
Það undarlega í þessu samhengi virðist samt vera að annað hvort er ég að grennast eða fötin mín að stækka því flestar buxurnar mínar eru orðnar 'biggish' á mig. Kannski er eitthvað töfra við þetta kalda loft hérna - will keep you posted.
p.s. nokkrar nýjar myndir í myndabankanum undir 'hitt og thetta - haust í Lundi' möppunni.
laugardagur, nóvember 19, 2005
Svartur dagur
í sögu Manchester United var í gær þegar 'minn maður' Roy Keane yfirgaf herbúðir félagsins nánast fyrirvaralaust. Þetta er agalegt, aaaaaaaagalegt. Það er sama hvar í 'flokki' fólk stendur það verður bara að viðurkennast að Keane er einn albesti og skemmtilegasti leikmaður deildarinnar í langan tíma, bæði utan vallar sem innan. Það verður erfitt verk að fylla þetta skarð það er á hreinu.
Svona annars er allt gott, ég actually datt í'ða í gær - fór í 35 ára afmæli til Hjartar nágranna míns í 7-unni. Rosa fínt, skemmtilegt fólk og úrvals veitingar. Takk fyrir gott boð Sigga og Hjörtur. Annars var ég þvílíkt ofalin í gær en ég hafði farið í mat til Völu og Harðar fyrr um kvöldið svo þetta var frekar svona fyrirhafnarlítill dagur eldamennskulega séð. Munur að eiga góða granna sko :)
Ég er að huxa um að endurgreiða 'karmíska' skuld mína við umheiminn og bjóða Katrínu og Reyni að borða með okkur Agli í kvöld. Indverskur kjulli a la Solla Hjalt verður reiddur fram af því tilefni nammi namm.
Fór með Egil og Leó í bæinn í dag, brrrr í kuldanum, við fórum á skoska hálandaborgarann (aka MacDonald's) og löbbuðum síðan á videoleiguna með viðkomu í ljósmyndabúðinni þar sem mín pantaði jólakortin í ár. Það var nú ósköp notó að labba svona um bæinn, fullt af fólki og verið að skreyta bæinn og svona. Nettur jólastemmari á svæðinu. Nú eru sko nebbbnilega bara akkúrat 4 vikur þar til við Egill förum heim!!
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
prumpufýla
Ég var í eróbikktíma í morgun og það var einhver gella (sem greinilega var e-r í kring um mig) sem rak svo hrikalega við seinni part tímans og lyktin! hún var sú ógeðslegasta sem ég hef bara nokkurn tíma fundið. Ég meina hún var svo hrikaleg að hún sló mig út af laginu svo ég var úr takt við rútínuna í síðustu 3 lögunum. OJ BARASTA ! Mikið var að gellan skeit ekki bara á gólfið!
Svona þar fyrir utan var þetta nú bara þokkalegasti dagur, ískaldur að vísu en góður.
Svona þar fyrir utan var þetta nú bara þokkalegasti dagur, ískaldur að vísu en góður.
NEI bíddu ég gleymdi að kaffisjálfsalinn í skólanum mínum hatar mig, nei ég meina honum er virkilega illa við mig. 3 sinnum núna hefur hann svikið mig um drykkinn minn, bara mig sko ekki hina sem eru á undan eða eftir mér í röðinni. HVAÐ ER ÞAÐ!!
sendi risaknús til hennar Maju sætu minnar sem á ammmmmæli í dag. Góða skemmtun í Mílanó gamla mín .... :-) (alls ekkert abbó sko)
sendi risaknús til hennar Maju sætu minnar sem á ammmmmæli í dag. Góða skemmtun í Mílanó gamla mín .... :-) (alls ekkert abbó sko)
JÁ ALVEG RÉTT - það eru komnar nokkrar nýjar myndir inn á myndabankann okkar Egils. Myndir frá heimsókn pabba & Matta og líka Gróu og Villa. Tjékkið á því!
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Letikast
er í letikasti... nei ég meina sko virkilegu letikasti. Ég var meira að segja komin niður í rækt í gær þegar ég snéri við og fór heim og lagði mig í staðinn. Át svo ca. hálft kíló (ok ég er smá að ýkja núna) karamellum yfir sjónvarpinu í gær í stað þess að gera eitthvað af viti eins og t.d. borða hratt brokkolí og lesa um Al Qaeda's Southeast Asian Network. Æi er ekki nauðsynlegt að eiga svona daga inn á milli?
p.s. hringdi í Lunds Energi og fékk leiðréttan hinn himinháa rafmagnsreikning - stundum er Svíinn nú pínu-oggu-pons sveigjanlegur. Hann má eiga það.
Keypti mér 10 seríuna af Friends á DVD, af því tilefni kemur hérna eitt gott quote.
Rachel: Amy, I cannot belive that you did this [pierced Emma's ears] Ross will go craaaazy!
Amy: Why? Did something happen to his falafel cart?
mánudagur, nóvember 14, 2005
Afmælisstelpa
Ég á sko afmæli í dag. Ég held því ennþá fram að þetta sé (ef skoðað tölfræðilega) einn óalgengasti afmælisdagur á Íslandi.
Dagurinn var í sjálfu sér afar viðburðalítill. Fór í smá jólagjafainnkaupaleiðangur í Ullared (sem er í ca. 2 tíma fjarlægð frá Lundi) með henni Hildi sem var nú bara ágætt, versluðum á okkur gat en ekkert ofsalega mikið af jólagjöfum svosem. En gleðifréttir dagsins eru þær að hún Agnes vinkona mín og hann Bjössi eignuðust í tilefni dagsins heilbrigðan 14 marka 52 cm strák sem er auðvitað æðislegt og ein besta afmælisgjöf sem hægt er að fá :) Til hamingju elsku vinir og ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur fjölskylduna um jólin. Ju minn hvað það verður gaman að koma og knúsa litla manninn. (ég SAGÐI þér að hann kæmi á afmælisdaginn minn MajBritt!!)
Annars er ég í letikasti og er engan vegin að nenna í skólann á morgun til að vinna þetta verkefni sem fyrir liggur..... ætli það sé ekki rigningin sem er að draga mig niður? Rainy days and Mondays always get me down...
Anyway darlings, ástarþakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hafa borist mér í dag frá nær- og fjærstöddum. Miss U today.
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Ofát
ÚFF búin að borða mikið um helgina mar! Hrund og Eyrún (aka Danirnir) komu í heimsókn til Svíalands og við elduðum ótrúlega gott lambafilé (með emailaðri aðstoð Árna bróðurs) sem heppnaðist mjög vel. Sætkartöflumús, steikt grænmeti, ferskur aspas og hin ótrúlega góða bláberjasósa. Allt bragðaðist mjööööööööög vel og við átum á okkur gat. Í dag var svo annar í lambi hjá minni þegar ég borðaði restina af kjötinu í kvöldmat. Nammi namm Lambakjöt á diskinn minn. Fyndið hvað maður verður eitthvað mikill nationalisti þegar maður býr svona í útlöndum. Allt best að heiman auðvitað.
Anyway TAKK stelpur fyrir komuna, kjaftið og rauðvínið ... og auðvitað gjöfina. TAKK Gróa fyrir kjötið sem var súper gott.
Annars mest lítið að frétta, sunnudagsrólegheit bara. Þvottur og hversdagsleiki. Æi er það ekki ágætt inn á milli?
föstudagur, nóvember 11, 2005
Ólétta
já nei nei róleg, ekki á mér en ég ákvað samt í dag að þegar ég verð næst ólétt (ef Guð lofar) þá ætla ég að vera eins fit og flott og eróbikkkennarinn sem ég var í tíma hjá í hádeginu. Já já bara á fullu á pallinum á ca. 6 mánuði. Ekki vandamálið. Obbosslega sæt með bumbuna út í loftið.
Jæja hvað um það, dagurinn annars að mestu tíðindalítill. Jú hringdi í Lunds Energi eftir að hafa fengið rafmagnsreikning DAUÐANS upp á næstum því 2000 SEK í gær. Fyrir þrjá mánuði já en þegar haft er í huga að ég var varla með rafmagnstæki hérna allann ágúst mánuð þá finnast mér nú 4700 ISK pr. mánuð nú heldur ríflegt. Anyway sem betur fer var þetta bara áætlun sem byggðist á notkun síðasta íbúa (HVAÐ var hann eiginlega að gera inn í þessari íbúð ég bara spyr) svo ef ég les af mælinum þá get ég fengið þetta leiðrétt ÁN þess að þurfa að borga þennan seðil fyrst eins og ég hefði þurft heima. HjÚkK ég á nefnilega slétt engar 2000 kr til að henda í einhvern rafmagnsreikning.
En sumsé svo koma Danirnir á morgun ... Víííííííí það verður ógisslega gaman að sjá þær loksins þessar elskur.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Amma Sína
Það er merkilegt hvers maður minnist þegar fólks nýtur ekki lengur við. Ég hef stundum velt því fyrir mér (ekkert morbidly mikið en samt smá) hvers fólks mun minnast um mig þegar ég dey. Ég var nefnilega að hugsa svo mikið um hana ömmu mína í gær, en í dag eru 7 ár síðan hún kvaddi þennan heim, og það var svo sérkennilegt hvers það var sem ég minntist annars fremur.
* Ég man nákvæmlega eftir ljósu plastskálinni með rauðu röndunum sem hún bar alltaf fram í hrærðu súrmjólkina eða skyrið og að hafa setið við stóra borðstofuborðið í Hlaðbænum og borðað annað hvort ásamt brauði með malakoffi á meðan Ragnheiður Ásta Pétursdóttir las dánartilkynningar og jarðarfarir og síðan fréttirnar.
* Ég man eftir skriftinni hennar á litlu minnismiðunum sem hún skrifaði þegar maður fór út í búð fyrir hana. Fyrst 'efri' eða 'neðri' búðina í Árbænum og síðar Herjólf í Skipholtinu.
* Ég man eftir langa smjörhnífnum með gula skaftinu sem hún notaði alltaf til að skafa innan úr skálinni meðan hún hrærði deigið í smjörkökuna sína og hvernig hún lagði hann alltaf á eldhúsvaskinn á milli þess sem hún notaði hann, til að klístra ekki borðið.
* Ég man hvað hún reykti oboðslega mikið en samt hvernig það var aldrei að finna sígarettustubba eða ösku í neinum öskubakka á heimilinu lengur en 30 sek. eftir að hún drap í.
* Ég man eftir frösunum hennar og hvernig hún hristi höfuðið til annarrar hliðar þegar hún var hneyksluð eða hissa með orðunum ' ja ég skal segja ykkur það' eða ' það er ekki andsk*** laust' en líka hvernig hún kallaði mann 'ljósið sitt' eða 'elsku hjartans kellinguna hennar ömmu sinnar'.
* Ég man hvað hún var (eins og ég) mikill nammigrís og átti alltaf nammi í húsinu. Fylltan pralín brjóstsykur frá Ópal og litlar súkkulaðikúlur frá Góu en líka súkkulaðirúsínur og After Eight.
* Ég minnist þess ekki að hafa komið í heimsókn öðruvísi en að hún spyrði mann hvort maður ætti nokkurn 'aur' eins og hún kallaði alla tíð peninga og oftar en ekki bætti hún úr því ástandi ef henni fannst upp á vanta hjá manni.
* Ég man hvernig hún bar aldrei fram mjólkurfernuna heldur hellti úr henni í brúnu plastkönnuna sem síðan var sett á borðið.
* Ég man hvað það þurfti ótrúlega lítið til að gleðja hana, og hvað hún var alltaf innilega glöð bara að sjá mann.
* Ég man hvernig hún leyfði manni alltaf að leika sér með skóna hennar, og hvað mér fannst merkilegt að passa í þá þegar ég var bara 10 ára. Hún var ekki stór kona hún amma mín og notaði skóstærð 36.
* Ég man þegar 10-kallinn í myntinni og 1000 króna seðillinn komu út 1986 og hún gaf okkur einn af hvoru þrátt fyrir að það hljóti að hafa vegið meira en minna í veskinu hennar.
* Ég man eftir að hafa verið sótt út á flugvöll seint á ágústkvöldi 1983 þegar við mamma og Árni bróðir fluttum heim til Íslands héðan frá Lundi. Ég sat á milli hennar afa frammi í ameríska kagganum og tuggði hvítt 'ammerískt' tyggjó. Enn þann dag í dag hugsa ég alltaf um ömmu Sínu þegar ég finn þetta bragð.
* Ég man hvernig hún braut alltaf saman plastpokana áður en hún setti þá ofan í skúffu, það var svo skínandi dæmi um regluna sem alltaf var á öllu hjá henni Ömmu Sínu.
Auðvitað á maður ótal minningar til viðbótar en mest af öllu minnist ég þess hvað hún var yndislega hlý manneskja með frábæran húmor og hvað það var alltaf gott að koma til hennar ömmu Sínu.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Gervihnattaöld
Tíminn líður svo sannarlega hratt, ætli það sé gervihnattaöldin? Ég er amk að drukkna í gulum miðum og staðan á sænska tékkareikningnum mínum er að verða ískyggilega grátleg. Það er kannski bara ekkert hægt að lifa af þessum námslánum eftir allt? Þrátt fyrir hátt gengi íslensku krónunnar. Það jákvæða er að ég þarf að taka 'lægri' námslán eða það er að segja það kostar mig færri krónur en hefði ella. Sem er gott.
Hélt annars mínu striki og fór aftur í eróbikk í dag, eftir að ég hafði setið og lesið í næstum því fjóra klukkutíma, mér hefur ég ekki fundist jafn dugleg í mörg ár. Þvílík hetja! Ég held það stefni í að ég verði búin að lesa ALLT fyrirsett efni fyrir fyrirlesturinn á morgun. Verður spennandi að sjá hvort það breyti ekki öllu. Annars er þessi kennari magnaður, ég hef bara aldrei haft kennara sem er jafngott að glósa eftir. Maður hlakkar nú bara beinlínis til að taka þetta próf í janúar. Ég hlýt að brillera með þessu áframhaldi.
Hélt annars mínu striki og fór aftur í eróbikk í dag, eftir að ég hafði setið og lesið í næstum því fjóra klukkutíma, mér hefur ég ekki fundist jafn dugleg í mörg ár. Þvílík hetja! Ég held það stefni í að ég verði búin að lesa ALLT fyrirsett efni fyrir fyrirlesturinn á morgun. Verður spennandi að sjá hvort það breyti ekki öllu. Annars er þessi kennari magnaður, ég hef bara aldrei haft kennara sem er jafngott að glósa eftir. Maður hlakkar nú bara beinlínis til að taka þetta próf í janúar. Ég hlýt að brillera með þessu áframhaldi.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Ræktin ... loksins
Loksins loksins kom ég mér aftur í ræktina og vááá var það ljúft, hélt þetta yrði voða erfitt og ég hefði þyngst ýkt mikið en nei og nei, hvorugt var satt. Sem var nú bara bónus. Aftur á morgun, aftur á morgun.
Annars vil ég óska henni Siggu Dóru minni til hamingju með ammælið í dag. Hún er túttúguogníú ára í dag. ÚFF getur það verið satt? Það þýðir að ég verð jafngömul eftir minna en VIKU!
Hef tekið ábyrga afstöðu gagnvart skólanum og ætla nú að rembast við að vera búin að lesa allt efnið fyrir hvern fyrirlestur, það er á sig leggjandi til að þurfa ekki að ganga í gegnum það sama í janúar sem ég gekk í gegnum í síðasta prófi ... HELL that is. Byrjaði nú ekkert of vel, dreif mig niðrá bókasafn að læra til að freistast nú ekki til að leggja mig. Hmmm já já lagði mig bara oggupínupons ofan á bækurnar í lessalnum. Vona að ég hafi ekki hrotið mjög hátt.
Hversdagsleiki
Ætli Asíubúar sjái almennt frekar illa? Þetta var ég að hugsa í tíma í dag eftir að heilinn í mér hafði gefist upp á að reyna að "afkóða" það sem kínversk bekkjarsystir mín var að reyna að koma frá sér um samband hnattvæðingar og nútímavæðingar í Asíu. Ég veitti því nefnilega athygli að hún var sú eina af 12 Kínverjum /Taiwönum sem þarna inni voru sem var EKKI með gleraugu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þetta voru meira að segja í öllum tilvikum frekar þykk gleraugu. Ég horfði einu sinni á Andrew Dice Clay uppistand þar sem hann gerði grín að Asíubúum og getu þeirra (eða öllu heldur vangetu) til að keyra bíl, hann kenndi um augunum þeirra og benti á að það væri erfitt að sjá með augum 3/4 lokuð. Ég held þó samt að það komi gleraugnanotkun ekki sérstaklega við.
Annars er ofboðslega grámyglulegur mánudagur að kvöldi (og rúmlega það að vísu) kominn hérna í Lundi. Við virðumst hafa siglt svo um munar inn í rigningartímabilið. Alltaf rigning sem er ótrúlega lítið spennandi þegar maður er á hjóli (eins og áður hefur komið fram).
Fór ekki í ræktina í dag, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Til að bæta gráu ofan á svart kláraði ég kúlupokann sem Gróa kom með meðan ég las um áhrif alþjóðavæðingar (globalization) og lýðræðisvæðingar (democratization) í Asíu. Þið mynduð ekki trúa því hvað þessi tvö orð koma oft fyrir í lestextanum, þau og orðið liberalization. Ofsalega hrifnir af orðum sem enda á -zation og -ism. Það eru endalausir -ismar í gangi í þessum fræðum.
Blessuð sé minning (lang) ömmu Ragnheiðar sem hefði orðið hvorki meira né minna en 106 ára í dag. Hún dó sátt við Guð og menn þ. 10 september 2000, nálægt því 101 árs að aldri. Magnað að hafa upplifað þvílíka umbrotatíma. Að fæðast bókstaflega í moldarkofa, upplifa tvær heimsstyrjaldir, Kreppuna, húsbruna, makamissi, barnsmissi, ótrúlega umbrotatíma í íslensku efnahagslífi og fá svo að deyja friðsællega á einu fullkomnasta dvalarheimili á Íslandi. MAGNAÐ enda var hún amma mín alveg ótrúlega mögnuð kona. Ég er svo sannarlega ríkari fyrir að hafa átt hana svona lengi eins og ég gerði.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Sunnudagsmorgun
Voðalega er nú notalegt að vera búin að endurheimta heimilið sitt. Ég meina ekki misskilja mig, auðvitað er alltaf gaman að fá gesti, gaman að fólk sé tilbúið að leggja á sig langt ferðalag bara til að koma og heimsækja mann en það er nú samt voðalega notalegt að geta aftur striplast um íbúðina bara ef manni dettur í hug. Annars er ég umvafinn karlmönnum þessa helgina. Bæði Hjörtur Snær litli frændi frá Danmörkur og Leó Ernir hafa verið í pössun hjá okkur síðan í gær og það er búið að vera mikið stuð. Samt merkilega rólegt 'stuð' allir leikið sér í sátt og samlyndi og ekkert vesen á einum né neinum. Ég gat meira að segja lært í gær þrátt fyrir allt.
ÚFF verð að fara að DRULLA mér aftur í ræktina, ég hef ekki farið í á þriðju viku fyrir próflestri og gestagangi en það verður sko farið í fyrramálið. Þetta gengur ekki, er nefnilega fyrir utan eróbikkleysi búin að borða í óhófi með alla þessa gesti. Taka þetta með trompi fyrir jólin sem nálgast eins og óð fluga. Ég ætla nefnilega að reyna að splæsa á mig einhverjum sætum kjól, það er að segja ef fjárhagur heimilisins leyfir. Uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef ca. 1700 SEK til að lifa á út mánuðinn það eru sumsé ca. 11.000 ISK. Hmm ekki alveg að sjá það ganga upp. Sérstaklega þegar haft er í huga að ég ætlaði mér að klára jólagjafainnkaupin helst fyrir 1. des. Sé fram á að annað hvort þurfa að selja dósir eða mig .... læt ykkur vita að hvorri niðurstöðunni ég kemst.
föstudagur, nóvember 04, 2005
Kona með síð brjóst
Ég var á kaffihúsi í Kóngsins Köbenhavn um daginn sem væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir einar að inn koma kona nokkur. Hún var með sítt, grátt hár sem var í heldur rytjulegu tagli og svo var hún, að mér sýndist leiftursnöggt, nakin að neðan en það reyndust þá vera húðlitaðar gammosíur og svo var hún í uppreimuðum strigaskóm. Altjént, þar sem ég virti hana aðeins fyrir mér þá uppgötvaði ég að hún var ekki í brjóstahaldara. Nei nei ég meina það leyndi sér ekkert og nú veit ég ekki alveg en ég er að ímynda mér að einhvern tíma í kringum 1970 hafi brjóstin á henni verið fyrir miðja bringuna á henni en höfðu nú heldur betur flogið suður yfir miðbaug. Sjitt, hún gat sko í alvörunni girt þau ofaní buxnastrenginn. Þetta var ekki bara hræðilega óaðlaðandi heldur beinlínis sárt á að horfa. En hún var samt eitthvað svo sæt þessi kona og hefur örugglega verið þrusubomba á sínum sokkabandsárum.
Ég EELLLLLLLLLLSSSKA að sitja á kaffihúsi í svona stórum borgum og horfa á fólk og svona týpur eru einmitt það sem gerir það svo skemmtilegt.
p.s. Ég ætla samt allaf að ganga í brjóstahaldara hér eftir.....