miðvikudagur, maí 31, 2006

Hlutir sem ....

.... ég hlakka til að gera þegar ég kem heim.

* fara í sund!!!
* drekka (yfirmáta-okur-fokdýrt) kaffi og lesa slúðurblöðin á Súfistanum
* spila golf á Hamarsvelli
* fara í pallastuðtíma hjá Vallý ofureróbikkskutlu
* borða íslenskan grillmat
* sjá litlu nýfæddu prinsipessuna hennar Völu vinkonu, nýjasta meðliminn í saumófjölskyldunni
* fara í útilegu/sumarbústað og njóta íslenskrar náttúru
* fá mér Kjörís í Ísbúðinni Faxafeni
* sitja í sólinni (vonandi) á Austurvelli og sötra kælt hvítvín á Thorvaldsen

en mest af öllu hlakka ég auðvitað til að hitta alla vini mína og fjölskyldu - bara 4 vikur everyone!

þriðjudagur, maí 30, 2006

Heimþrá

Svei mér þá ef ég er ekki bara með smá heimþrá í dag. Veit ekki alveg af hverju. Hér skín sólin og allt er gott í sjálfu sér. Kannski er þetta bara spennufallið af því að vera búin í skólanum. Don't know.
Er hálf heilalaus að reyna að skrifa þessa bókarskýrslu sem ég á að skila á mánudaginn. Bókin heitir 'New and Old Wars' og er eftir Mary Kaldor. Mjög áhugaverð bók sem ég mæli með.
Jæja best að fara í ræktina og reyna að hressa mig við.
Tútílú

mánudagur, maí 29, 2006

Masterskúrsar - búnir!














Hópfélagar mínir í Int´l Relations valinu.
F.v. Nick, Qing Mei, Catarina (kennarinn), Hasini, Siri, Kamila, Niall, Kirk, Kashif, ég, Wang Qi, Ling Chen og Li Lian.

Ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég er actually búin með alla kúrsana í mastersnáminu mínu og ég bara var að byrja að mér finnst. Eftir er að vísu smá heimapróf en í þetta sinn verður það 'ísí písí' og örugglega bara soldið gaman. Þessi kúrs er enda búin að vera mjög skemmtilegur, erfiður og kostað mikla vinnu, en samt skemmtilegur.
Kvefið er að sigla sinn sjó og ég er að huxa um að skreppa og hitta bekkjarfélagana í smá grill & bjór.
Adios í bili

sunnudagur, maí 28, 2006

Sunnudagsblús

Vá hvað það er pirrandi að vera kvefaður, VÁ! En jæja hvað um það, kosningar afstaðnar og meirihlutar héldu og féllu á víxl. Lýðræðið að verki. Vinstri grænir að stórbæta við sig, ekki hissa á að Steingrímur J. vilji þingkosningar sem fyrst, maður myndi sennilega vilja það sama í hans sporum. Alltaf leiðinlegt þegar svona óþarfa hlutir eins og lög eru að koma í veg fyrir duttlunga einstakra stjórnmálamanna. (Nei nei ég held ekki að hann hafi verið að meina á morgun eða neitt svoleiðis).
Annars er týpískur sunnudagur í dag, rigning og leiðindi. Ég hef verið með eindæmum léleg móðir í dag og barnið hefur gengið sjálfala meðan ég hef ekki getað annað en sofið úr mér hitapestina og viðbjóðinn sem ég hef náð mér í. Ég sem varð einu sinni aldrei veik og er núna með flensu 2 á 3 mánuðum. Ekki að fíla þetta rass í bala sko!
Dauði og djöf...
Farin með barnið á skoska hálandaborgarann (aka MacDonald's) í kvöldmat. Gúddbæ!

laugardagur, maí 27, 2006

Kosningar

Þrældi mér í gegnum kosningakastljósið á vef rúv núna rétt í þessu. Æ æ æ hvað mér fannst nú bæði Dagur og Vilhjálmur koma kjánalega út úr þessum þætti. Ömurlega hallærislegt skítkast og pillur á báða bóga. Eiginlega fannst mér Svandís (heitir hún það ekki annars?) koma best út úr þessu. He he he ég er greinilega orðin undir áhrifum námsefnisins sem ég hef verið að lesa að undanförnu.
En hvernig sem fer þá er eitt víst að það stefnir í afar spennandi kosninganótt sem ég ætla að reyna að halda mér vakandi yfir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þessi málefni þeirra nú afskaplega keimlík og allir ólmir að eigna sér heiðurinn af þeim.
Ég myndi svona persónulega vel þiggja 25% lækkun fasteignagjalda og flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Já takk!
Annars hamingjuóskir til hennar elsku Maj Britt minnar sem er að útskrifast með BS gráðu í viðskiptalögfræði í dag.

föstudagur, maí 26, 2006

Misery

Haldiði ekki að stelpan hafi náð sér í kvef...... OOOOHHH. Hata kvef af öllum lífs og sálar sko! Þannig að í stað þess að reyna að setja mig inn í hvaða afstöðu ég tel líklegasta til að vera þá sem ríkisstjórn Sri Lanka tók varðandi hjálparstarf eftir flóðbylgjuna á annan í jólum '04 þá ligg ég hérna í sófanum og horfi á arfagamlan ER þátt í endursýningu og vorkenni sjálfri mér ógurlega. Meira fyrir að vera með kvef en fyrir að þurfa að gera þetta Sri Lanka dæmi fyrir mánudaginn.
Annars eru kosningar á Íslandinu á morgun og mar má víst ekki kjósa þar sem maður er búsettur hjá Erlendi (ekki í sveitarstjórnarkosningum sko) en maður fylgist spenntur með til að sjá hvað gerist í sérstaklega Reykjavík. Maður veit nú kannski ekki margt en eitt er þó alveg á tæru. Ef Framsóknarflokkurinn er svarið þá hefur spurningin verið út í hött!
Muniði það og kjósið rétt lömbin mín.
p.s. fyrir ykkur sem eigið erfitt með að ákveða ykkur bendi ég á ilmandi góða forysturgrein Baggalúts í dag. Heilmikil hjálp í henni. :) www.baggalutur.is

miðvikudagur, maí 24, 2006

Facts about Finland

Ég fékk þetta í t-pósti frá henni Mimmi, finnsku vinkonu minni úr skólanum. Mér fannst þetta eins og maður segir stundum bara fyndið!
Finns & Temperatures:
+15°C / 59°F
This is as warm as it gets in Finland, so we'll start here. People in Spain wear winter-coats and gloves. The Finns are out in the sun, gettinga tan.
+10°C / 50°F
The French are trying in vain to start their central heating. The Finns plant flowers in their gardens.
+5°C / 41°F
Italian cars won't start, The Finns are cruising in cabriolets.
0°C / 32°F
Distilled water freezes. The water in Vantaa river (in Finland) gets alittle thicker.
-5°C / 23°F
People in California almost freeze to death. The Finns have their final barbecue before winter.
-10°C / 14°F
The Brits start the heat in their houses. The Finns start using longsleeves.
-20°C / -4°F
The Aussies flee from Mallorca. The Finns end their Midsummer celebrations. Autumn is here.
-30°C / -22°F
People in Greece die from the cold and disappear from the face of the earth. The Finns start drying their laundry indoors.
-40°C / -40°F
Paris starts cracking in the cold. The Finns stand in line at the hotdogstands.
-50°C / -58°F
Polar bears start evacuating the North Pole. The Finnish army postpones its winter survival training awaiting real winter weather.
-60°C / -76°F
Korvatunturi (the home for Santa Claus) freezes. The Finns rent a movie and stay indoors.
-70°C / -94°F
The false Santa moves south. The Finns get frustrated since they can't store their Kossu (Koskenkorva vodka) outdoors. The Finnish army goes outon winter survival training.
-183°C / -297.4°F
Microbes in food don't survive. The Finnish cows complain that the farmers' hands are cold.
-273°C / -459.4°F
ALL atom-based movent halts. The Finns start saying "Perkele, it's cold outside today."
-300°C / -508°F
Hell freezes over, Finland wins the Eurovision Song Contest.

Allt grænt

Í dag var ég í strætó og sá mann sem var greinilega að koma úr (matar)verslunarferð og allt sem hann var með í pokunum var í grænum umbúðum. Ég meina sko allt. Mar sá það alveg í gegnum pokana (og nei þetta voru ekki mörg eintök af sama hlutnum). Mér fannst þetta soldið fyndið og fór að ímynda mér alls konar ástæður fyrir þessu. Kannski er hann obsessive-compulsive og verður að hafa allt grænt heima hjá sér eða kannski verslar hann bara allt í grænu á mánudögum. Svo eru strætóarnir í Lundi líka fagurgrænir. Kannski er hann að taka þörfina fyrir að hafa allt í 'sjatteringu' aðeins of langt. (Bryndís! Þetta var amk ekki hjálitt)
Þetta minnti mig óneitanlega á manninn sem verslaði bara hluti sem byrjuðu á N.
oooooh Fóstbræður, þeir áttu nú sína spretti!

sunnudagur, maí 21, 2006

Ókunnugir

Ég er búin að taka óvenjumikið af myndum þessa helgina. Mest vegna Karnevalsins að sjálfsögðu. Nema hvað, það verður ekki hjá því komist við svona aðstæður að ókunnugt fólk slæðist inn á myndirnar hjá manni. Stundum er maður nú reyndar beinlínis að taka mynd af því ss. mannfjöldanum við stóra tónleikasviðið en stundum er það bara á labbinu í sakleysi sínu og **flass** það er lent á mynd. Svo lendir þetta ókunnuga fólk, algjörlega óafvitandi, inn í myndaalbúmi hjá manni. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ætli ég sé inn í mörgum myndaalbúmum hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Kannski er maður í myndaalbúmum á Spáni, USA, Kína, eða Kúbu? Eins og Egill Orri myndi segja - það er aldrei að vita!
Þetta er pæling - kannski ekki djúp eða merkileg, but hey! They can't all be winners!

laugardagur, maí 20, 2006

Aldursfræði

Af hverju er það, að vera álitin eldri en maður er (nánast) hól þegar maður er yngri en argasta móðgun þegar kona/maður er komin(n) yfir ákveðinn aldur? Fór allt í einu að spá aðeins í þessu þar sem ég labbaði heim úr ræktinni í dag. Maður segir um yngra fólk að það sé 'fullorðinslegt' ef það lítur út fyrir að vera eldra en það er, en notum orðið kellinga/kallalegt um fólk sem er yfir, tjaa segjum tvítugu. Orð sem hafa frekar neikvæða (en jákvæða) merkingu. Tökum til dæmis stúlkuna sem keppir fyrir hönd Danmerkur í Júróvisjón í kvöld. Eftir myndbandinu að dæma (og reyndar röddinni líka) hélt ég að hún væri svona á milli 25 og 30 ára en var snarlega leiðrétt af Bryndísi sem sagði mér að hún væri ekki nema 17 ára. Líklegt væri að þessari stúlku fyndist þetta vera hól á meðan að ég yrði t.d. stórmóðguð ef einhver teldi mig vera á bilinu 37 - 43 ára!! (skemmst er að minnast ofurgleði minni yfir að vera talin 25 ára fyrr í vor).
(hamar)saga dagsins .... HA!
Annars heldur júróvisjóndrama dagsins áfram hérna í Svíaríki. Ekki nóg með að aumingja Carola hefur þurft að sitja undir (stanslausum) árásum frá öfundsjúkri Silvíu Nótt heldur er hún núna að verða raddlaus (NB! hún var sögð það líka fyrir undanúrslitin hérna í Sverige). Það er því öll Svíþjóð í heljargreipum með hvernig þetta gengur nú hjá henni í kvöld. Eru ekki bara gömlu prinspólóumbúðirnar -sem tókst að villa á sér heimildir sem buxur- að senda einhverjar skrítnar 'víbrasjónir' þegar þær komust í nálægð við hljóðnemann? Ég held það. Carola mín skiptu bara um 'átfitt' og röddin verður í fínu lagi í kvöld esskan.

föstudagur, maí 19, 2006

Eitt enn

Hrikalega er Baggalútur fyndinn.

Eftirtalið er úr tölublaði dagsins á www.baggalutur.is

SmÁauglÝsinGar
Vorum að fá í einkasölu á ömurlegum stað langt út í rassgati ósamþykkta 19 fm stúdíóíbúð í mjög niðurgröfnum kjallara. Eignin var áður notuð sem líkbrennsla fyrir leynilegt geðsjúkrahús Bandaríkjahers. Verð 49 milljónir. Sjón er sögu ríkari! - Fasteignasalan Klastur-
LESBÍUR! Tek að mér fullvissumælingar á kynvillu kvenna. Fullum trúnaði heitið! - Herbert -
Og svo náttúrulega gullmoli dagsins - the leading story!
Tekist hefur að rekja símtalið sem gaf framlagi Íslands í Eurovision stig í forkeppninni sem fram fór í gærkvöldi.
Það var armenskur heildsali, Panos Karamanoukian, sem greiddi Silvíu atkvæði sitt, enda þótti honum hún 'afskaplega fyndin, heillandi og kynþokkafull' og íslenska atriðið í heild 'vel útfært, framúrstefnulegt en um leið sprenghlægilegt' - þá þóttu honum lagsmenn Silvíu, þeir Pepe og Romario, 'gersamlega óborganlegir'.
Panos var nokkuð hissa á því að hann hefði einn greitt Íslandi atkvæði, sérstaklega í ljósi þess að húmor hennar væri svo 'ekta armenskur'.

Lundur lifnar við

Á fjögurra ára fresti 'the carnival comes to town'. Það er að segja hið landsfræga Lundakarneval er haldið mjög hátíðlegt. Ég hafði raunar ekki hugmynd um hversu flott þetta virkilega er fyrr en Mimmi vinkona mín bauð mér í bíó í kvöld á - Karnevalmyndina- that's right folks. Það er sko búin til heil bíómynd fyrir hvert karnival. Ca. 50 mín leikin bíómynd með orginal handriti. Svo er karnival-lag og allur sá varningur sem þér getur dottið í hug. Þetta er eiginlega svona nettur verslunarmannahelgarfílingur þarna inni á svæðinu sjálfu. Alls konar tjöld með mismunandi atriðum, lifandi tónlist, leiktæki, tívolítæki et. cet, et. cet. Svo er risaskrúðganga á morgun og sunnudag sem mar má víst ekki missa af og megasega tónleikatjald á tröppum hátíðabyggingarinnar þar sem eru nánast non-stop performances alla helgina.
Bíómyndin var líka mjög flott og fyndinn og var svona smá eftirherma af Da Vinci code. Lundarrembingurinn var á sínum stað og mikið gert úr langri sögu háskólans..... (sem var stofnaður 1666 og er STÆRSTI og ELSTI háskóli Svíþjóðar) he he he minnir á ónefndan háskóla á klakanum ... og getiði nú!
Nú þetta er sumsé í gangi fram á sunnudagskvöld og við Egill ætlum að fara saman á sunnudaginn á svokallað Barneval sem er einn af viðburðunum. Maður myndi eflaust gera meira ef ég þyrfti ekki nauðsynlega að læra um helgina :-(
Aníhú, datt í hug að deila þessu með ykkur
- leiter geiters!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Júróvisjón nörri?

Það kom svo bara í ljós að ég er mesti júróvisjónnörrinn. Mitt lið vann sko upphitunarjúróvisjónspurningakeppnina heima hjá Bryndísi í kvöld. (Mest þökk sé mínu framlagi sko - oooh alltaf svo hógvær ég). Ég reyndi að klóra í bakkann með því að segja að þetta væri ekki áhugi minn á keppninni heldur yfirskilvitleg geta mín til að muna gagnslaus smáatriði en stelpurnar sögðu að ég væri í afneitun.
Ég vann sko líka í að giska hvaða 10 lög kæmust áfram uppúr undanúrslitunum, var með sjö rétt af tíu. Einu löndin sem ég giskaði ekki á voru Írland, Tyrkland og (fyrrum-Júgóslavneska-lýðveldið) Makedónía. (Já! Það er rétt sem glöggir hafa áttað sig á að ég hafði enga trú á Silvíu Nótt).
En kvöldið var einkar skemmtilegt í góðum félagsskap og ég þakka fyrir mig stelpur.

Þá stórt er spurt

Júróvisjón barst í tal í skólanum í dag - í stuttu máli þá var ég spurð eftirfarandi spurningar
'Sigrún! Between Björk and this Silvia Night character are there any actual normal people in Iceland?'
Erfitt að segja! Póstmódernismar myndu segja (eða öllu heldur spyrja, engin actual svör að koma þaðan mikið sko)
What is normal?
According to whose standards?
Who are we to hold the monopoly on defining normalcy?
Fróðleiksmoli dagins - þa' held é' nú já já

miðvikudagur, maí 17, 2006

Af sjónvarpsglápi, lestri og Evróvisjón

Hér sit ég (og get ekki annað) og er með öðru auganu að horfa á sænsku útgáfuna af Big Brother. Það eina sem ég get sagt um þennan fróma þátt er að stjórnendur hafa sannarlega skrapað botninn á genalauginni til að verða sér úti um keppendurna. Ég hef bara aldrei séð jafnmikið af aflituðu hári og silíkoni samankomið undir einu þaki. Djísús Kræst og allt hans fólk !!
Annars er ég svona almennt kát, er að dru-hukkna í lesefni í þessum kúrsi. What else is new. aðeins 5 litlir kaflar fyrir morgundaginn + auðvitað 4 litla stutta greinastúfa með - svona sem eftirrétt. En þetta heldur áfram að vera skemmtilegt og umræðurnar ótrúlega áhugaverðar svo það er svosem hægt að hafa þetta verra. Tók einmitt 'Tillsammans' á videoleigunni áðan (BRILL mynd, mæli sko 100% með henni ef þið hafið ekki þegar séð hana) - meiningin er að greina hana út frá feminisma fyrir loka"prófið" í kúrsinum.
Á morgun er svo hin margrómaða Evróvisjón söngvakeppni og Svíar taka hana nú heldur betur alvarlega og hátíðlega. Ég spái því að almenningssamgöngur liggi niðri á meðan að á henni stendur. Til stendur að fara til Lyklakróksfrúarinnar sem er búin að skipuleggja smá kvennateiti. Það verður feitt fjör ef ég þekki hana rétt enda annálaður aðdáandi ESC. Sem kristallast kannski í því þegar hún var að þylja upp einhverjar lítt þekktar staðreyndir um keppnina í vetur vatt maðurinn hennar sér að henni og sagði "Bryndís mín, þú VEIST að þú ert nörd er það ekki?"

þriðjudagur, maí 16, 2006

Andlaus


Æi voðalega er ég eitthvað búin að vera löt að blogga síðustu daga. Hálf andlaus svona í þessu annríki sem er búið að vera. Skólinn er soldið kreisí svona. Hitti leiðbeinandann í gær og hún hakkaði rannsóknarspurninguna sína í mig þó á mjög penan hátt. Benti mér á að hún væri 'soldið' viðamikil og gæti reynst erfitt að svara henni. Ha ha ha það er vægt til orða tekið svona í ljósi vangetu fremstu fræðimanna til að spá fyrir um fall Berlínarmúrsins. En hún var amk næs. Þetta lýsir samt í hnotskurn vandamálinu sem mér finnst ég vera að eiga við varðandi ritgerðina mína in general. Þetta stjórnmálafræði'lingo' er svo nýtt fyrir mér og öll þessi hugtök og frasar flækjast fyrir mér og mér finnst ég ekki almennilega átta mig á hvað er raunhæft og hvað ekki í sambandi við rannsóknarspurninguna mína.
ENNN ég hef víst nokkra mánuði í viðbót til að velta þessu fyrir mér.
Í dag er fyrsti rigningardagurinn í Lundi í háa herrans tíð, ákvað þess vegna að setja inn eina sumarmynd sem sýnir hvernig trén standa í blóma hérna núna.
Æææi ég elska vorið.

sunnudagur, maí 14, 2006

Rannsóknarspurningin klár?

"Is the state of China/US relations gradually pushing towards a polarization of world order?"

Nú ég bið alla þá sem kunna að hafa svarið við þessu á reiðum höndum að senda mér það á sms-i í +46 707 383 083

takk fyrir og góðar stundir

fimmtudagur, maí 11, 2006

Æ æ æ æ

ég var í þvottahúsinu áðan að þvo þvott (duuuuhh nema hvað) sem væri nú ekki í frásögur færandi væri það ekki fyrir það að þar sem ég stóð og tæmdi þurrkskápinn, til þess sumsé að koma mínum þvotti inn, rakst ég á þær stærstu buxur sem ég hef séð. Í alvörunni, ég hefði getað vafið þeim þrisvar utan um mig. Mér leið eins og Gúlliver í Putalandi að vera að handfjatla þetta. Ég hef nú verið feit sjálf en sá sem passar í þessar flíkur er nú löngu komin út yfir öll mörk þess sem getur talist heilbrigt. Æ æ æ æ æ
Anyway, stresskast gærdagins er yfirstaðið - rannsóknaráætlunin VERÐUR klár fyrir mánudag og þó hún verði það ekki alveg fullkomnlega þá er það í lagi skv. tutor svo þetta reddast. Hlutirnar hafa enda afgerandi tilhneigingu til þess.
Á morgun ætlum við kynsonur minn svo að leggja land (já eða lönd) undir fót og fara alla leið til Jótlands í LEGOLAND. Það ætti nú að verða ljómandi gaman held ég bara. Katrín og Leó verða ferðafélagarnir og við ætlum að massa þetta á einum degi. Leggjum í hann um kl. hálfníu í fyrramálið og áætluð heimkoma er um kl. hálftólf annað kvöld. Harkan sex - þýðir ekkert annað.

miðvikudagur, maí 10, 2006

HJÁLP!

Ég var að lesa um social constructivism og ég hló að einum svona 'brandara' í textanum.
I'm a freak aren't I? Tell the thruth!
Annars er ég núna að uppgötva dýptina á skí**** sem ég er í varðandi rannsóknaráætlunina sem ég á að skila fullbúinni á ...... MÁNUDAGINN!!!!
FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK FOKK
FOKK!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Jæja ....

...hálf bókin að baki og ég þeim mun miklu nær um realisma - líberalisma - strúktúralisma og 'krítíska kenningu' (Critical Theory). Þýðingar eru alfarið mínar - enda vildi ég ekki að aðrir tækju heiðurinn fyrir þessa meistarasmíð. Þetta er nú bara assgo.. áhugavert allt saman. Í dag vorum við að greina blaðagreinar og bíómyndir og þetta veitir bara allt aðra sýn á hlutina svei mér þá. Constant Gardener er á 'leslistanum' fyrir fimmtudaginn í næstu viku. Við eigum sumsé að greina hana til helvede með þessum og fleiri -ismum. Læt ykkur vita hverju ég verð nær um innihaldið.
Blíða í Lundi í dag og við Katrín 'bössuðum' það (aka tókum strætó) í Jysk og keyptum okkur sólstóla. Blíðan á víst bara að endast fram á föstudag (að þessu sinni!!) svo það er nú vissara að reyna að nota þá soldið. Þetta voru enda mikil fjárfesting á heilar 69 SEK.

mánudagur, maí 08, 2006

Næsti kúrs

....byrjaði með látum í morgun. En þetta er ekki bara næsti kúrs heldur líka sá síðasti og þó hann virðist ætla að verða soldið strembin (eigum til dæmis að lesa og SKILJA eitt stykki bók fyrir fimmtudaginn) þá held ég að þetta verði bara ógisslega skemmtilegt. Það er heldur ekki annað hægt en að vera jákvæður og bjartsýnn í þessu veðri. Sat úti á kaffihúsi niðrí bæ í dag og las um liberal-isma í blíðunni og svei mér þá ef hann varð ekki bara þeim mun áhugaverðari fyrir vikið.
Annars er ég svo mikil brussa að það er ekki venjulegt. Ég reyndi nú að sitja þarna eins og dönnuð stúdína en þegar ég var að fara þá vildi nú ekki betur til en að glasið mitt fauk þar sem ég var að reyna að henda því í ruslið. Ég beygði mig eftir því en missti þá fótanna og tókst ekki bara að fella niður skilrúmið sem aðgreindi útisvæði þessa kaffihúss frá öðru við hliðina heldur velti um koll tveimur stólum og rétt náði að bjarga borðinu frá því að fara sömu leið. Nú eins og þetta hafi ekki verið nóg heldur þá hafði einhver fáviti lagt hjólinu svo nálægt mínu að karfan á því flæktist í mitt og þegar ég reyndi að losa þau í sundur féll það hjól og hið næsta í röðinni um koll. Er 'etta nú bara hægt?

sunnudagur, maí 07, 2006

Na na na na bú bú

Það var 25°C hita og sól í dag (fimmta daginn í röð sem er sólbaðsveður).


Æi þarf ég að segja eitthvað meira?

laugardagur, maí 06, 2006

Óvænt ánægja


Þar sem ég sat hérna heima hjá mér í gærkvöldi og sötraði rauðvín og horfði á bíómynd fékk ég alveg einstaklega óvænt og skemmtilegt símtal frá mínum ástkæra saumaklúbbi sem var á Vox að fagna 30 afmælinu hennar Kötu skvísu. Ég var sú eina sem vantaði *snökt snökt* og ég saknaði þeirra ótrúlega - takk fyrir símtalið elsku stelpurnar mínar. Þótti ekkert smá vænt um að heyra í ykkur. (og takk til ónefnds fyrirtækis sem 'sponsoraði' símtalið :)

Annars eignaðist Jen vinkona mín þann. 20. apríl litla 'delpuróu' sem hefur fengið nafnið Mackenzie Baker Carney og sést hérna á myndinni. Ótrúlega mikið 'rah'gat' finnst ykkur það ekki?



föstudagur, maí 05, 2006

Spáin


Vildi bara deila þessu með ykkur .... var sko að koma úr sólbaði....

góða helgi

Shoppa shoppa

Þar sem hún Kata skvísa á afmæli í dag og ég kemst bara því miður ekki á Vox í kvöld to celebrate the girl þá gat ég bara ekki fundið neitt meira viðeigandi til að heiðra hana en fara að shoppa i dag. Kata er nú eftir allt the queen of shopping og yfirleitt kemst ég ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana þessi elska. Í öðru lagi keypti ég hvítvín sem nú liggur á ís (já eða bara í frystinum) - það er að vísu ekki pinot grigio (er það skrifað svona?) - en taka verður viljann fyrir verkið.
Innilega til hamingju með daginn Kata mín - you don't look a day over 25!! he he he

fimmtudagur, maí 04, 2006

Er ekki lífið dásamlegt?

Núna er kl. 09:23 og ég fór með prinsinn á leikskólann í pilsi og ermalausum bol. (sko ÉG var í pilsi þegar ég labbaði út í leikskóla, ekki barnið ) Dásamlegt! Planið er að fara í ræktina og koma svo heim, setjast út í garð og gera absolutely nothing nema láta sólina sleikja mig. Kannski klóra mér stundum en að mestu ekki neitt.
Annars vil ég senda ástar-og saknaðarkveðjur til hans pabba míns sem á afmæli í dag. Vona að dagurinn verði aðeins betri en aðrir dagar elsku pabbi minn.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Búin ...

... að skrifa nákvæmlega 10 262 orð í þessu prófi og get með mikilli og villtri (en þið vitið samt svona þannig að snyrtimennskan sé í fyrirrúmi) gleði tilkynnt að ég þarf ekki að skrifa orð í viðbót. Þetta var sumsé eitt próf í einum kúrsi en til samanburðar var BS ritgerðin mín um 15 000 orð að meginmáli.

Ennnnnn annað og mikilvægara er sú staðreynd að spáin á morgun gerir ráð fyrir 19 stiga hita og sól hérna í Lundi og ég er í fríííííííííííí - vííííííííííííí

þriðjudagur, maí 02, 2006

mig langar mig langar

Sá geee-heðveik stígvél í Bianco*. Kann að neyðast til að kaupa þau. Þetta krefst þó að öllum líkindum þess að ég selji úr mér nýra en þar sem pabbi minn, þessi elska, er með þrjú og við verðum þá að meðaltali ennþá með tvö þá hef ég ákveðið að þetta sé þess virði.
Málið er annars í nefnd, ég læt ykkur heyra.
*Bianco er með betri skóbúðum bæjarins og oft(ast) með fallega skó á 'sanngjörnu' verði. Þar finnurðu sko ekki hinn illræmda 'Lundarskó' - ónei!
p.s. skítaveður í Lundi í dag - (sem er að vísu gott lærdómsveður) - 'hata' systur mína sem sleikir sólina í Miðausturlöndum og hlakkaði yfir sms-inu hennar í morgun sem sagði 40°C á hádegi = OF HEITT!!! múhahahahahaha

Soldið fyndnir .... þegar þeir vilja

Svíinn má eiga það að hann hefur ágætis húmor svona þegar hann vill viðra hann (maður náttlega verður að hafa það ef maður á að fúnkera í þessu samfélagi).

Þessi útvarpsauglýsing finnst mér til dæmis meinfyndin.

Fréttamaður er að tala um sumarið og hvaða þýðingu sumar hefur fyrir 'Svíann'.

Fréttamaður: Já góðan daginn, segðu mér hvað þýðir sumarið fyrir þig?
Kona: Frí held ég

Fréttamaður: Já einmitt einmitt - indælt - hvað fleira?
Kona: Sól?

Fréttamaður: einmitt hárrétt og hvað þá með eitthvað svona gott sem maður getur leyft sér? Kona: Fara til Spánar?

Fréttamaður: [orðinn pínupirraður] Nei, eitthvað svona bragðgott
Kona: Grilla?

Fréttamaður: [mjög pirraður] NEI, NEI! eitthvað svona kalt og frískandi sem kemur í vöffluformi
Kona: Ís??

Fréttamaður: Já einmitt frá Diplom ís. Þar hafiði það hlustendur góðir. Sænskurinn segir að það verði ekkert sumar án íssins frá Diplom ís, sérfræðingunum í ísgerð.

mánudagur, maí 01, 2006

Framtíðarsýn

Er að spá í að líta svona út þegar ég verð 38!

Það gefur mér hvað? ..... rúmlega 8 ár til að verða 7 kíló og 2 metrar (+ MEGA SÓLBRÚN auðvitað, ef ég færi í þessi stígvél í dag sæist ekki hvar þau enda og ég byrja)


Sounds like a plan! - tootaloo

p.s. Muniði nú að fara í skrúðgöngu í tilefni dagsins lömbin mín - Fram þjáðir menn í þúsund löndum!

p.p.s Myndi gera það sjálf þar sem ég er sérlega þjáð (þó ekki í þúsund löndum) stúdína en ég verð að vera heima að læra ef ég ætla ekki að falla og eiga á hættu að festast eilíflega í því hlutverki - SORRY ...........og góða skemmtun!
Free counter and web stats